Sunday, August 13, 2006

Rigningarhelgi...

Já maður er orðin góðu vanur... Það er skrýtið þegar það bara rignir og rignir og manni er meira að segja aðeins kalt. En það er samt notalegt að geta bara verið inni í rigningunni ég er allavega glöð að ég var ekki að vinna það var alveg nóg að rigna niður á föstudaginn. Það versta sem ég veit er að fara í blaut regnföt ég vona bara að það rigni ekki á morgun.
Á föstudagskvöldið fórum við í svakalegt partý. Kristian kærasti hennar bergdísar hefur búið og unnið á PHD guesthouse í DTU en núna á að fara að rífa það svo þar voru engir gestir og búið að tæma nánast allt út nema dótið hans. Þannig að þá var auðvitað um að gera að halda partý. Bergdís og Kristian voru líka að koma frá Þýskalandi svo þau áttu slatta af bjór og svo þurfti auðvitað að grynnka á vínskápnum því það er ekki svo mikið pláss heima hjá bergdísi þangað sem Kristian er að flytja. Við vorum þarna nokkrir færeyingar og íslendingar og sekmmtum okkur mjög vel þangað til að við vöknuðum daginn eftir.... dagurinn eftir partý getur verið erfiður. Við Tryggvi gistum í einu af tómu herbergjunum í húsinu og þegar við vöknuðum, einhverntíman eftir hádegi, fórum við ásamt Bergdísi og Kristian á Big Mama's pizzahouse i lyngby með viðkomu í apótekinu til að fjárfesta í nokkrum verkjatöflum. Restinni af deginum var svo eytt uppi í sófa fyrir framan sjónvarpið þannig að ekki þyrftir að reyna of mikið á heilann.
Við gerðum nú ekkert sérlega mikið í dag, þurftum aðeins að fara í búð og ákváðum að fara í Bilka, það endaði með næstum klukkutíma bið í röð, það var einhver rosa tilboðsdagur og við föttuðum ekki hvað var mikið af fólki fyrr en klukkan var að verða 5 og allar aðrar búðir að loka. Ég held við höldum okkur bara við nettó í framtíðinni.
bless í bili

p.s. setti inn myndir, fleiri af íbúðinni og síðan við vorum á íslandi, ég afrekaði það þrátt fyrir skerta heilastarfsemi í gær ;)

Sunday, August 06, 2006

Verslunarmannahelgi i köben

Já það er víst verslunarmannahelgi á íslandi þessa helgina, maður verður pínu var við það hér, er allavega búin að hitta nokkra íslendinga sem eru hérna í verslunarmannahelgarferð. En í tilefni af því að ég var loksins í helgarfríi (búin að vinna tvær seinustu helgar) fórum við Tryggvi og Gígja í leiðangur. Keyrðum á eyjuna Mön sem er suður af Sjálandi og skoðuðum hvíta kletta þar. Gengum um í skóginum fyrir ofan klettana þar fundum við nokkur dýr t.d. pínulítinn frosk og maríubjöllu...


Við fórum svo niður nokkur hundruð tröppur til að komast á ströndina fyrir neðan klettana.

Við vorum að sjáfsögðu með nesti með okkur og grill en ákváðum að í staðin fyrir að finna okkur einhvern stað til að grilla á þá væri bara fínt að fara heim og grilla í garðinum hérna fyrir utan Solbakken. Fengum rosagóðar steikur og kartöflusalat sem ég bjó til um morgunin áður en við lögðum af stað.. í fyrsta skipti sem ég prufa það en það tókst bara nokkuð vel til.
Við sátum svo úti fram eftir kvöldi spjölluðum og spiluðum... ég kíkti svo aðeins niður í bæ og hitti Marie frænku mína og vinkonur hennar, það er ekkert smá þægilegt að búa svona rétt hjá bænum, maður skreppur bara aðeins í bæinn og fer svo bara heim þegar mann langar og þarf ekkert á spá í næturstræto eða leigubíl.
Ég er búin að ákveða að ég þurfi að fara að skoða alla garðana sem eru hér í Köben, í dag fórum við í einn sem heitir kongens have og er niðri í miðbæ. Það er ótrulega mikið af fólki sem nýtir sér þessa garða til að flatmaga í sólinni og slappa af, þeir eru líka flestir svo vel til hafðir og stórir þannig að það er nóg af plássi fyrir alla. Tryggvi var pínu þreyttur svo hann lagði sig aðeins ....
Á föstudagskvöldið kíktum við í Tívolí á tónleika með Lisu Ekhdal sænskri gellu sem gerir mjög skemmtilega tónlist að mínu mati, það eru tónleiar í tívolí á hverju föstudagskvöldi og yfir leitt einhverjar skemmtilegar hljómsveitir. Mér finnst voða kósí að kíkja í á þessa tónleika það er alltaf svo þægileg stemmning.

Í seinustu viku keypti ég strengi í gítarinn sem við erum með, það hefður vantað einn streng í hann í langan tíma og svo þegar ég var búin að setja strengina í fattaði ég að ég gæti auðvitað ekki stillt gítarinn þegar ég hef ekkert til að miða við svo ég fór og keypti tuner lika. Núna er planið hjá mér að fara að æfa mig að spila... hefur alltaf langað til að kunna að spila á gítar, en það gerist víst ekki mikið ef maður æfir sig ekki svo núna er komið að því

Jæja ég vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel um verslunarmannahelgina
bæ í bili

Tuesday, August 01, 2006

Nýtt blogg - ný íbúð

Passar saman er það ekki að fá sér nýtt blogg þegar maður flytur í nýja íbúð... mér fannst allavega vera komin tím til að breyta til, ég var orðin svo þreytt á að geta ekki sett inn myndir eða tengla í færslurnar á gamla blogginu. Ég veit ekki hvað ég er búin að eyða mörgum tímum í það að reyna að koma því í lag, uppfæra windows og gera allskonar einhverjar krúsídullur en það bar aldrei árangur.
Þegar ég var að reyna að stílfæra þessa bloggsíðu reyndi ég í fyrsta skipti við html forritun og það gekk bara nokkuð vel, ég er allaveg sátt við útlitið -- vona að sá sem gerði bakgrunns munstrið sé sama að ég sé að nota það!!

En vá hvað það eru miklar þrumur og eldingar í augnablikinu, hef sjaldan upplifað annað eins, þær gerðu nú aðeins boð á undan sér með smá köldum vindi fyrr í kvöld. En síðan við fluttum höfum við alltaf borðað kvöldmatinn úti á svölum en í dag var eiginlega bara kalt það hefður yfirleitt verið þannig að maður sé að kafna frekar en hitt. Já það má með sanni segja að það hafi verið gott veður hérna í sumar!! Sól og hiti næstum upp á hvern einasta dag og ég fæ sem betur fer að njóta þess aðeins á meðan ég er í vinnunni.

En að aðalmálinu, við fluttum í nýja íbúð daginn eftir að við komum aftur til DK, það var frekar strembin dagur, - vinna - pakka - þrýfa gömlu íbúðina - og flytja allt draslið. Við búum núna á 7 hæð á Solbakken kollegiinu og sem betur fer er lyfta, en hún er frekar lítil svo það var ekki hægt að koma stórum mublum í lyftuna - og þá neyðist maður til að halda á þeim upp, sem var frekar erfitt. Það var langt liðið á kvöldið þegar kom að stóru mublunum og allir sem voru að hjálpa okkur voru farinir heim (takk fyrir hjálpina Gígja, Jóhanna og Brian) nema Bergdís þannigað við bergdís skiptumt á að bera stóru hlutina upp með Tryggva. Það má segja að við höfum verið frekar búin á því eftir þennan dag.
Við tók ekki mikið betri vika því það þurfti að sparsla skrilljón í göt og sprungur, slípa og mála íbúðina þannig að á mánudaginn fyrir rúmri viku kláruðum við að mála, þá tók við að taka upp úr kössum og raða húsgögnum o.s.frv. en við erum ennþá að vinna í því og höfum bara tekið okkur nægan tíma í það og slappað af inn á milli.
Hérna koma svo nokkrar myndir af íbúðinni eins og hún er í dag.
Fyrst kemur svona yfirlitsmynd, við búum til hægri

Næst eru það myndir af íbúðinni byrjum á svefnherberginu mynd tekin í átt að svölum og önnur í átt frá svölum



eldhúsið og fyrir framan andyrið


skápagangur (það er ennþá nóg af plássi í skápunum, tilbreyting frá troðnu skápunum) og baðherbergi



stofa: ein mynd í átt að svölum og hin frá svölum (eigum ennþá eftir að fá okkur eldhús/borðstofuborð) og svo ein út um á inngangssvalirnar




og að lokum svala myndir, enginn á svölum, ég og tryggvi á svölum og bergdís og harpa megapæjur á svölum.

JÆja ætil ég láti þetta ekki duga í bili...