Sunday, June 24, 2007

London ....

Það hefur verið nóg að gera seinustu daga.
Seinustu helgi voru Dabbi og Kristín í helgarferð hér frá Munchen. Þau gistu hjá Adda og Hrund og íbúðin þeirra varð aðal partýpleisið á meðan gestirnir voru hér. Fimmtudagskvöldið var rólegt hjá mér þar sem ég var að vinna í verkefninu á föstudaginn en það var langt og skemmtilegt hjá öðrum og föstudagskvöldið var ekki styttra. Strákarnir byrjuðu snemma með því að skella sér í Carlsbergsafnið og við stelpurnar bættumst í hópin fyrir kvöldmat. En við fórum út að borða á Ítalska staðnum í Fiolstræde, það er alltaf jafn góður matur þar. Ég var aftur ekki neitt sérlega seint á ferðinni heim. Enda ætlaði ég að kíkjá á Amager strand á laugardeginum, þar var nefnilega haldið upp á 17 júní (á 16 júní) og þar var hægt að kaupa íslenskt nammi sem mig langaði mikið til að gera. En þar sem það ringdi eins og himnarnir hefðu verið opnaðir þá ákvað ég nú bara að vera heima. Það var of mikið af hinu góða að hætta sér út í rigninguna eingöngu til að svala nammiþörfinni. Ég notaði bara daginn til að læra smá og pakka niður fyrir ferðina til London.
Við lögðum af stað snemma á sunnudagsmorguninn, ferðin byrjaði nú ekkert allt of vel, því ég fékk einhverja magakveisu. Við komum á Hótellið fyrir tjékk inn tíma og þar sem hótellið var rétt hja Hyde Park fórum við þangað og slöppuðum af meðan við vorum að bíða eftir herberginu. Ég hafði það alveg ágætt meðan við sátum kyrr og svo þegar við fórum aftur af stað á hótellið þurfti ég að æla og ég leit í kringum mig eftir einhverjum stað til að létta á mér, ruslatunnu, runna eða einhverju en það var bara gras og tré og tré á stangli svo það endaði bara með því að ég ældi á miðju túninu fyrir framan fullt af fólki..... frekar embarassing.... Við fórum svo á hótellið og lögðum okkur, seinnipartinn ver ég orðin nokkuð góð svo við fórum í göngutúr og röltum á Oxford street, um Soho og nágrenni. Við tókum því svo bara rólega um kvöldið og á mánudaginn var ég nánast alveg búin að jafna mig :)
Við notuðum svo mánudag og þriðjudag til að skoða það merkilegasta í London. Við fórum i London Eye sem er frekar flott og svo tókum við svona túrista strætó með guide um bæinn og fengum skemmtilegar sögur um byggingar og fólk. Á mánudagskvöldið hittum við Sigurjón og Hildi sem búa í London. Það var mjög gaman að hitta þau og heyra hvernig er að búa í London. Það kom mjög á óvart hversu há leigan er, ég hafði alveg búist við hárri leigu en ekkert í líkingu við það sem þau töluðu um. Á þriðjudagskvöldið fórum við á söngleik sem heitir We will rock you og er samin af Brian May úr Queen og fleirum. Öll lögin í sönleiknum voru queen lög og þetta var hin besta skemmtun. Á miðvikudaginn kíktum við aðeins í búðir áður en við fórum heim á ný. Við versluðum aðeins af barnafötum og auðvitað urðum við að kaupa fótboltabúning handa tilvonandi erfingjanum þegar við nú vorum stödd í landi fótboltans. Við vorum í svolitlum vandræðum með að velja hvaða lið yrði fyrir valinu. Valið hefði verið aðeins auðveldara ef liðið sem Tryggvi heldur með væri ekki alveg í skítunum (í annari deild, hí hí). Við enduðum á því að styrkja liðið í eigu íslendinga, West Ham. Við komum svo heil heim á miðvikudagskvöldið og það er nú alltaf gott að koma heim þó svo við hefðum ekki verið lengi í burtu.
Í gær var svo JT á dagskrá, já enginn annar en Justin Timberlake. Við byrjuðum á því að kíkja á Hjörringgade til Gunna Gamla þar sem allir aðdáendurnir voru mættir. Þar var hitað upp með tónleikamyndböndum og tónlist JT. Við röltum svo á tónleikana um sjö leitið, við byrjuðum á því að standa í mikilli þvögu fyrir framan inganginn sem við áttum að fara inn um en hálftíma síðar fundum við út að við gátum farið inn um innganginn við hliðina á og þar voru svona 20 manns í röð svo það liðu bara tvær mínutur og við vorum kominn inn, kannski ekki skrýtið að það væri smá röð enda 1% dönsku þjóðarinnar að mæta á tónleika eða 54000 manns. Tónleikarnir voru flottir og skemmtilegir. Sviðið var í miðjunni og þetta var allt mjög mikið sjóv. Timbaland kom líka á svið og DJ-aðist aðeins. Hann var líka mjög góður. Það eina sem ég hef að setja út á þetta er að sándið var ekki alveg nógu gott. Tryggvi var nú ekki alveg jafn sáttur en samt ekkert ósáttur, enda ekki við öðru að búast þar sem hann er aðeins minni áhugamaður en ég. Eftir tónleikana var rölt aftur á Hjörringgade og partýið hélt áfram, ég fór nú fljótlega heim enda ekki alveg mesta partýdýrið þessa dagana.
Í dag kom frændfólkið mitt hérna í Köben í afmæliskaffi, ég er nefnilega að verða einu ári nær þrítugu á morgun :)

En jæja ætli ég láti þetta ekki duga í bili
Þórhildur og mavsen

Tuesday, June 05, 2007

....

Ég var víst búin að lofa, aðallega maggý ;) að setja inn mynd af mér og bumbunni.

Við erum annars búin að vera frekar upptekin seinustu vikur í skólanum en mesta törnin í bili kláraðist á föstudaginn. Það var því enginn lærdómur um helgina, á föstudeginum kíktum við í grillparty sem Kristína sænsk vinkona mín hélt. Við stoppuðum ekki lengi, ég var frekar þreytt eftir erfiða viku.
Laugadagurinn var frekar rólegur en við fórum í Partý á Hjörringgade hjá Gunna, Þorsteini og Kidda um kvöldið. Þar var fullt af fólki og mjög gaman. Á sunnudaginn fórum við til Þórdísar frænku í sumarhúsið og nutum góða veðursins og góðs matar.

Í dag er þjóðhátíðardagur Dana og að því tilefni keyptum við okkur ferð til London ;) við ætlum að skreppa í fjóra daga 17-20 júní. Verður frábært að fara í smá sumarfrí og hlaða batteríin fyrir lokavinnuna í verkefninu.

Langar að óska Gróu og Daða til hamingju með litla fallega soninn þeirra og Valda og Stellu til hamingju með liltu fallegu dóttur þeirra :)

Kv Þórhildur og mavsen