Nýtt blogg - ný íbúð
Passar saman er það ekki að fá sér nýtt blogg þegar maður flytur í nýja íbúð... mér fannst allavega vera komin tím til að breyta til, ég var orðin svo þreytt á að geta ekki sett inn myndir eða tengla í færslurnar á gamla blogginu. Ég veit ekki hvað ég er búin að eyða mörgum tímum í það að reyna að koma því í lag, uppfæra windows og gera allskonar einhverjar krúsídullur en það bar aldrei árangur.
Þegar ég var að reyna að stílfæra þessa bloggsíðu reyndi ég í fyrsta skipti við html forritun og það gekk bara nokkuð vel, ég er allaveg sátt við útlitið -- vona að sá sem gerði bakgrunns munstrið sé sama að ég sé að nota það!!
En vá hvað það eru miklar þrumur og eldingar í augnablikinu, hef sjaldan upplifað annað eins, þær gerðu nú aðeins boð á undan sér með smá köldum vindi fyrr í kvöld. En síðan við fluttum höfum við alltaf borðað kvöldmatinn úti á svölum en í dag var eiginlega bara kalt það hefður yfirleitt verið þannig að maður sé að kafna frekar en hitt. Já það má með sanni segja að það hafi verið gott veður hérna í sumar!! Sól og hiti næstum upp á hvern einasta dag og ég fæ sem betur fer að njóta þess aðeins á meðan ég er í vinnunni.
En að aðalmálinu, við fluttum í nýja íbúð daginn eftir að við komum aftur til DK, það var frekar strembin dagur, - vinna - pakka - þrýfa gömlu íbúðina - og flytja allt draslið. Við búum núna á 7 hæð á Solbakken kollegiinu og sem betur fer er lyfta, en hún er frekar lítil svo það var ekki hægt að koma stórum mublum í lyftuna - og þá neyðist maður til að halda á þeim upp, sem var frekar erfitt. Það var langt liðið á kvöldið þegar kom að stóru mublunum og allir sem voru að hjálpa okkur voru farinir heim (takk fyrir hjálpina Gígja, Jóhanna og Brian) nema Bergdís þannigað við bergdís skiptumt á að bera stóru hlutina upp með Tryggva. Það má segja að við höfum verið frekar búin á því eftir þennan dag.
Við tók ekki mikið betri vika því það þurfti að sparsla skrilljón í göt og sprungur, slípa og mála íbúðina þannig að á mánudaginn fyrir rúmri viku kláruðum við að mála, þá tók við að taka upp úr kössum og raða húsgögnum o.s.frv. en við erum ennþá að vinna í því og höfum bara tekið okkur nægan tíma í það og slappað af inn á milli.
Hérna koma svo nokkrar myndir af íbúðinni eins og hún er í dag.
Fyrst kemur svona yfirlitsmynd, við búum til hægri
Næst eru það myndir af íbúðinni byrjum á svefnherberginu mynd tekin í átt að svölum og önnur í átt frá svölum
eldhúsið og fyrir framan andyrið
skápagangur (það er ennþá nóg af plássi í skápunum, tilbreyting frá troðnu skápunum) og baðherbergi
stofa: ein mynd í átt að svölum og hin frá svölum (eigum ennþá eftir að fá okkur eldhús/borðstofuborð) og svo ein út um á inngangssvalirnar
og að lokum svala myndir, enginn á svölum, ég og tryggvi á svölum og bergdís og harpa megapæjur á svölum.
JÆja ætil ég láti þetta ekki duga í bili...
Þegar ég var að reyna að stílfæra þessa bloggsíðu reyndi ég í fyrsta skipti við html forritun og það gekk bara nokkuð vel, ég er allaveg sátt við útlitið -- vona að sá sem gerði bakgrunns munstrið sé sama að ég sé að nota það!!
En vá hvað það eru miklar þrumur og eldingar í augnablikinu, hef sjaldan upplifað annað eins, þær gerðu nú aðeins boð á undan sér með smá köldum vindi fyrr í kvöld. En síðan við fluttum höfum við alltaf borðað kvöldmatinn úti á svölum en í dag var eiginlega bara kalt það hefður yfirleitt verið þannig að maður sé að kafna frekar en hitt. Já það má með sanni segja að það hafi verið gott veður hérna í sumar!! Sól og hiti næstum upp á hvern einasta dag og ég fæ sem betur fer að njóta þess aðeins á meðan ég er í vinnunni.
En að aðalmálinu, við fluttum í nýja íbúð daginn eftir að við komum aftur til DK, það var frekar strembin dagur, - vinna - pakka - þrýfa gömlu íbúðina - og flytja allt draslið. Við búum núna á 7 hæð á Solbakken kollegiinu og sem betur fer er lyfta, en hún er frekar lítil svo það var ekki hægt að koma stórum mublum í lyftuna - og þá neyðist maður til að halda á þeim upp, sem var frekar erfitt. Það var langt liðið á kvöldið þegar kom að stóru mublunum og allir sem voru að hjálpa okkur voru farinir heim (takk fyrir hjálpina Gígja, Jóhanna og Brian) nema Bergdís þannigað við bergdís skiptumt á að bera stóru hlutina upp með Tryggva. Það má segja að við höfum verið frekar búin á því eftir þennan dag.
Við tók ekki mikið betri vika því það þurfti að sparsla skrilljón í göt og sprungur, slípa og mála íbúðina þannig að á mánudaginn fyrir rúmri viku kláruðum við að mála, þá tók við að taka upp úr kössum og raða húsgögnum o.s.frv. en við erum ennþá að vinna í því og höfum bara tekið okkur nægan tíma í það og slappað af inn á milli.
Hérna koma svo nokkrar myndir af íbúðinni eins og hún er í dag.
Fyrst kemur svona yfirlitsmynd, við búum til hægri
Næst eru það myndir af íbúðinni byrjum á svefnherberginu mynd tekin í átt að svölum og önnur í átt frá svölum
eldhúsið og fyrir framan andyrið
skápagangur (það er ennþá nóg af plássi í skápunum, tilbreyting frá troðnu skápunum) og baðherbergi
stofa: ein mynd í átt að svölum og hin frá svölum (eigum ennþá eftir að fá okkur eldhús/borðstofuborð) og svo ein út um á inngangssvalirnar
og að lokum svala myndir, enginn á svölum, ég og tryggvi á svölum og bergdís og harpa megapæjur á svölum.
JÆja ætil ég láti þetta ekki duga í bili...
4 Comments:
Hæ elskurnar
Gaman að sjá hvað það er kósí hjá ykkur. Eru húsgögnin ykkar ekki með víðáttu brjálæði? Þetta er nú aðeins stærra en hin íbúðin.
Vildi bara að ég gæti skotist í heimsókn til ykkar.
Lilja
P.s. allt í góðum gír hérna. Frábær dagur í dag. Æðislegt veður og svo komu Linda Björk og Jóhanna báðar í heimsókn.
Ekki slæmt. En saknið þið því ekkert að búa á 3 hæðum ?
Rosalega tekur modelið sig vel út í sófanum. Tyra Banks gæti ekki nelgt þessa pósu svona vel.
Kveðja
vá frábær íbúð:)
Rakst inn á bloggið þitt fyrir rælni ... Vildi bara láta þig vita að Hildur Gestsdóttir, gamla skólasystir okkar býr á sama kollegíi ...
Kveðja,
Hrefna
Post a Comment
<< Home