Sunday, August 13, 2006

Rigningarhelgi...

Já maður er orðin góðu vanur... Það er skrýtið þegar það bara rignir og rignir og manni er meira að segja aðeins kalt. En það er samt notalegt að geta bara verið inni í rigningunni ég er allavega glöð að ég var ekki að vinna það var alveg nóg að rigna niður á föstudaginn. Það versta sem ég veit er að fara í blaut regnföt ég vona bara að það rigni ekki á morgun.
Á föstudagskvöldið fórum við í svakalegt partý. Kristian kærasti hennar bergdísar hefur búið og unnið á PHD guesthouse í DTU en núna á að fara að rífa það svo þar voru engir gestir og búið að tæma nánast allt út nema dótið hans. Þannig að þá var auðvitað um að gera að halda partý. Bergdís og Kristian voru líka að koma frá Þýskalandi svo þau áttu slatta af bjór og svo þurfti auðvitað að grynnka á vínskápnum því það er ekki svo mikið pláss heima hjá bergdísi þangað sem Kristian er að flytja. Við vorum þarna nokkrir færeyingar og íslendingar og sekmmtum okkur mjög vel þangað til að við vöknuðum daginn eftir.... dagurinn eftir partý getur verið erfiður. Við Tryggvi gistum í einu af tómu herbergjunum í húsinu og þegar við vöknuðum, einhverntíman eftir hádegi, fórum við ásamt Bergdísi og Kristian á Big Mama's pizzahouse i lyngby með viðkomu í apótekinu til að fjárfesta í nokkrum verkjatöflum. Restinni af deginum var svo eytt uppi í sófa fyrir framan sjónvarpið þannig að ekki þyrftir að reyna of mikið á heilann.
Við gerðum nú ekkert sérlega mikið í dag, þurftum aðeins að fara í búð og ákváðum að fara í Bilka, það endaði með næstum klukkutíma bið í röð, það var einhver rosa tilboðsdagur og við föttuðum ekki hvað var mikið af fólki fyrr en klukkan var að verða 5 og allar aðrar búðir að loka. Ég held við höldum okkur bara við nettó í framtíðinni.
bless í bili

p.s. setti inn myndir, fleiri af íbúðinni og síðan við vorum á íslandi, ég afrekaði það þrátt fyrir skerta heilastarfsemi í gær ;)

2 Comments:

Blogger AuðurA said...

Langaði bara að segja velkomin á Solbakken, mér finnst þetta snillar kollegi. Þú ert væntanlega búin að hafa upp á Hildi Gje, hún býr á Rektorparken 20 eða 22 eða eitthvað svoleiðis.
Kveðja frá Kanada, Auður Atla

14/8/06 21:17  
Blogger sveinn said...

Hæ ! Hva...bara nýtt blogg!
Var fyrst að upgötva það núna

Til hamingju með það & nýju íbúðina, hvað líður svo langt til að það komi lítið barn í mallan?
Virðist nebbla gerast hjá þónokkrum á Sólbakken híhíhíhí

Bið að heilsa ykkur sætu hjón

Kveðja fá New York!!! S

15/8/06 05:28  

Post a Comment

<< Home