Tuesday, September 25, 2007

Stelpan okkar!!!

Sunnudagsmorgun klukkan 10:03 (Dönskum tíma) fæddist yndislega dóttir okkar :) Hún var 4140 grömm eða rúmlega 16 og hálf merkur og 55 cm. Komum heim af fæðingardeildinni áðan og okkur heilsast öllum vel og erum að læra inn á hvert annað :)

Thursday, September 13, 2007

Verkfræðingur !!

Vörnin í morgun gekk vel og ég bara orðin verkfræðingur :)

Wednesday, September 05, 2007

Einn áfangi í höfn

Jæja þá er ég búin að skila verkefninu mínu. Ég skilaði seinasta föstudag og er bara búin að njóta lífsins síðan þá. Núna þarf ég hinsvegar að fara að undirbúa vörnina sem verður næsta fimmtudag, þannig að það er vonandi rétt rúm vika þangað til að ég verð verkfræðingur :).

Lilja kom til hingað í heimsókn á fimmtudagskvöldið og Maggý með systur sína og frænku á mánudaginn fyrir rúmri viku svo um helgina notuðum við tíman og gerðum ýmislegt skemmtilegt saman. Á föstudaginn þegar ég var búin að skila fór ég og hitti stelpurnar á Café Norden á Amager Torv. Svo var auðvitað kíkt aðeins í HogM og svona. Kvöldið var nú frekar rólegt þar sem ég var frekar þreytt eftir vikuna en Bergdís eldaði dýrindis Lasagnia handa okkur öllum. Á Laugardaginn tókum við Tryggvi okkur til og þrifum íbúðina, enda komin tími til. Ekki búið að þrífa almennilega í margar vikur. Svo fór ég og hitti stelpurnar í Tívolí. Við borðuðum á Wagamama sem er mjög góður núðlustaður og fengum mjög góðan mat. Á laugardagskvöldið sátum við svo fram eftir nóttu eins og okkur er lagið að spjalla. Á sunnudaginn fórum við svo með gestina í göngutúr um Kristíaníu það er alltaf jafn gaman að skoða húsin og fjölbreytileikan þar. Þegar við komum út úr kristíaníu vorum við rétt hjá snilldarveitingastaðnum Rimini og klukkan var að verða sex svo við skelltum okkur þangað og fengum okkur kvöldmat. Á mánudaginn kíktum við Lilja aðeins í bæinn en svo fóru allar stelpurnar heim á mánudagskvöldið. Það var svo skemmtilegt að fá þær í heimsókn :)
Í dag er ég svo að fara að hitta fleiri ferðamenn í danmörku, Gróa, Daði og Þorgeir litil eru hér í heimsókn og ég ætla að hitta þau í bænum. Get varla beðið eftir að sjá hann Þorgeir með eigin augum.
Jæja læt þetta duga í bili
Þórhildur