Sunday, August 06, 2006

Verslunarmannahelgi i köben

Já það er víst verslunarmannahelgi á íslandi þessa helgina, maður verður pínu var við það hér, er allavega búin að hitta nokkra íslendinga sem eru hérna í verslunarmannahelgarferð. En í tilefni af því að ég var loksins í helgarfríi (búin að vinna tvær seinustu helgar) fórum við Tryggvi og Gígja í leiðangur. Keyrðum á eyjuna Mön sem er suður af Sjálandi og skoðuðum hvíta kletta þar. Gengum um í skóginum fyrir ofan klettana þar fundum við nokkur dýr t.d. pínulítinn frosk og maríubjöllu...


Við fórum svo niður nokkur hundruð tröppur til að komast á ströndina fyrir neðan klettana.

Við vorum að sjáfsögðu með nesti með okkur og grill en ákváðum að í staðin fyrir að finna okkur einhvern stað til að grilla á þá væri bara fínt að fara heim og grilla í garðinum hérna fyrir utan Solbakken. Fengum rosagóðar steikur og kartöflusalat sem ég bjó til um morgunin áður en við lögðum af stað.. í fyrsta skipti sem ég prufa það en það tókst bara nokkuð vel til.
Við sátum svo úti fram eftir kvöldi spjölluðum og spiluðum... ég kíkti svo aðeins niður í bæ og hitti Marie frænku mína og vinkonur hennar, það er ekkert smá þægilegt að búa svona rétt hjá bænum, maður skreppur bara aðeins í bæinn og fer svo bara heim þegar mann langar og þarf ekkert á spá í næturstræto eða leigubíl.
Ég er búin að ákveða að ég þurfi að fara að skoða alla garðana sem eru hér í Köben, í dag fórum við í einn sem heitir kongens have og er niðri í miðbæ. Það er ótrulega mikið af fólki sem nýtir sér þessa garða til að flatmaga í sólinni og slappa af, þeir eru líka flestir svo vel til hafðir og stórir þannig að það er nóg af plássi fyrir alla. Tryggvi var pínu þreyttur svo hann lagði sig aðeins ....
Á föstudagskvöldið kíktum við í Tívolí á tónleika með Lisu Ekhdal sænskri gellu sem gerir mjög skemmtilega tónlist að mínu mati, það eru tónleiar í tívolí á hverju föstudagskvöldi og yfir leitt einhverjar skemmtilegar hljómsveitir. Mér finnst voða kósí að kíkja í á þessa tónleika það er alltaf svo þægileg stemmning.

Í seinustu viku keypti ég strengi í gítarinn sem við erum með, það hefður vantað einn streng í hann í langan tíma og svo þegar ég var búin að setja strengina í fattaði ég að ég gæti auðvitað ekki stillt gítarinn þegar ég hef ekkert til að miða við svo ég fór og keypti tuner lika. Núna er planið hjá mér að fara að æfa mig að spila... hefur alltaf langað til að kunna að spila á gítar, en það gerist víst ekki mikið ef maður æfir sig ekki svo núna er komið að því

Jæja ég vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel um verslunarmannahelgina
bæ í bili

0 Comments:

Post a Comment

<< Home