Friday, October 12, 2007

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.....


Hann Tryggvi minn á 25 ára afmæli í dag :) Til hamingju!!!

Annars er allt gott að frétta, það helsta er að við erum búin að gefa litlu dóttir okkar nafn, hún heitir Brynhildur Freyja. Tryggvi er farin að fara aftur í skólan svo við Brynhildur höfum verið einar heima á daginn þessa vikuna. Það hefur gengið vel, við förum eitthvað út á hverjum degi. Í fyrradag fórum við í fisketorvet að versla og í gær fórum við í fyrstu heimsóknina okkar saman en við heimsóttum Þórdísi frænku.

Jæja það er komin matartími svo ég læt þetta nægja í bili.
Þórhildur

Tuesday, October 02, 2007

Vika heima!!


Jæja þá erum við búin að vera í viku heima og allt gengur eins og í sögu. Litla dóttir okkar er auðvitað bara frábær og æðisleg :) Hún borðar, sefur, kúkar og pissar allt eins og það á að vera. Við erum svo búin að fara í heyrnapróf og það kom vel út. Á laugardaginn fórum við í fyrsta skipti út að labba með hana í nýja vagninum, veðrið var fínt þegar við ákváðum að fara en um leið og við stigum út um dyrnar byrjaði að rigna. En við létum það ekki á okkur fá og fórum út í búð og versluðum nýja nauðsynjavöru á heimilunu; bleyjur. Við vorum mjög stoltir foreldrar með vagninn :) Í gær fór litla snúllan okkar í fyrsta skipti í bað, það gekk bara nokkuð vel, við vorum pínu stresssuð en henni líkaði þetta bara ágætlega.
Við erum búin að fá nokkrar heimsóknir síðan við komum heim en ekkert of mikið svo við höfum haft tíma til að kynnast dóttur okkar.
Mér finnst hún vera búin að stækka og þroskast fullt á einni viku, ótrulegt hvað þetta gerist hratt.
Við erum búin að gera heimasíðu á www.barnanet.is/tryggvadottir
þar eru myndir af snúllunni okkar. Endilega sendið okkur e-mail til að fá lykilorðið ef ykkur langar að sjá myndir.

Jæja læt þetta nægja í bili
Þórhildur