Tuesday, October 31, 2006

November á morgun

Vá það eru miklu meira en tvær vikur bunar af skolanum nuna, seinast þegar að eg skrifaði a bloggið voru tvær vikur liðnar af skolanum svo það er langt siðan eg skrifaði...
Ætli það se ekki vegna þess að það hefur verið nog að gera og er ennþá, nuna er eg bara ekki alveg að nenna að lesa það sem ég er að lesa svo eg ákvað að nýta tækifærið og skrifa nokkrar línur.
Ég er i skolanum og það er buið að skifta yfir i vetrartima þannig að það er orðið alveg dimmt uti og klukkan er fimm. En aftur a moti er bjartara a morgnana i staðinn. Það var mjög þæglilegt um helgina þegar var skift ég græddi eins tima svefn, serstaklega þar sem eg var að vinna og þurfti að vakna 6:40.
Ja annars er margt og mikið buið að gerast siðan eg skrifaði seinast. Ætli ég reyni ekki að segja fra því i stuttu máli.
- Helgina eftir að eg skrifaði seinast komu mamma og pabbi i heimsokn, það var mjög gaman og við fengum goðan mat og svona.
- Helgina eftir það komu Halla og Gunni i heimsokn, lika mjög gaman en eg var lika að vinna þá helgi svo ég gat ekki djammað eins og hinir en svona er það nú bara.
- Daginn eftir að Halla og Gunni foru heim for ég til Helsinki með skolanum, við erum þrjar i DTU að gera verkefni með hop i tækniháskólanum i helsinki. Við stoppuðum bara i tvo daga og saum nu ekkert sérlega mikið af bænum en þeim mun meira af háskólasvæðinu. Það er oþarfi að örvænta þvi eg fer nefnilega tvisvar aftur til helsinki fyrir lok verkefnisins sem er i april og vonandi get eg stoppað lengur þá. Gunnhildur frænka er einmitt flutt til helsinki svo eg gæti verið hja henni i nokkra daga :)
- Það var stutt stopp i danmörku eftir helsingi en svo lá leiðin til Parísar með Ömmu, Þórdísi, Marie og Elsu frænkum. Mjög skemmtilegt helgi i parís sáum allt það helsta, Louvre, Champs Elysse, sigurbogann, Effelturninn, Sacré coeur og auðvitað nokkrar buðir.
- Svo stoppaði ég heima í þrjá daga en við lögðum af stað i ferðalag á fimmtudegi heim til íslands, við vorum að fara með bílinn okkar heim og tókum norrænu. Hun siglir a laugardögum en við ákváðum að nýta ferðalagið og koma við í nágrenni århus og heilsa upp á fólk sem við þekkjum þar. Við gistum hjá Binna og Lilju í tvær nætur og svo héldum við i norrænu. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við komin til Reykjavíkur á þriðjudagskvöldi. Við höfðum það fínt á íslandi fyrir utan að eg fekk sma magapest. Við stoppuðum heima í tæpa viku og forum út aftur á mánudagsmorgni.

Við komum semsagt heim fyrir rétt rúmri viku síðan og eins og þið sjáið þá hef ég haft mjög lítinn tíma til að skrifa á bloggið. Nuna er bara nám og einhverjar smá uppákomur framundan svo það ætti að verða aðeins meira um skrif.

Á fimmtudaginn fengum við góða heimsókn, því Ragga, Hugrún og Freyr (frændfólk mitt) komu til okkar og gistu hjá okkur eina nótt. Ragga var á fundi á föstudaginn svo við Tryggvi, Hugrún og Freyr fórum í Dýragarðin og það var ótrúlega gaman. Svo hittum við Röggu seinnipartinn og bauð hun okkur ut að borða á ítalska veitingastaðinn á fiolstræde sem er svo góður.
Á föstudagskvöldið var bjórkvöld hjá Íslendingafélaginu í DTU og það var haldið á Sólbakken, kollegíinu okkar, svo ég kíkti aðeins þangað en það var aftur komið að vinnuhelgi hjá mér svo ég for snemma heim og að sofa. Helgin fór svo bara í það að vinna og læra smá.

Núna er komið að því að ég fari að ákveða hvenær og hvað ég geri sem lokaverkefni, ég er eitthvað hringlandi með þetta en þetta ætti allt að fara að skýrast á næstu vikum. Hlakka til þegar það verður komið á hreint!!

Jæja ég ætla að hala áfram að læra aðeins áður en ég fer í keramikklúbbinn á eftir

bless i bili og vonandi skrifa ég fljotlega aftur

Þórhildur