Monday, September 18, 2006

....

Tvær vikur liðnar af skólanum og allt komið vel í gang, bæði félagslíf og verkefnavinna..... já hvar á ég að byrja, ég hef verið að gera margt og mikið undanfarnar tvær vikur.
Fótbolti hefur verið óvenjumikið á dagskrá. Við fórum á bar niðri í bæ að horfa á Ísland tapa fyrir Danmörk (ekkert sérlega spennandi leikur en skemmtilegt fólk að tala við svo það var í lagi) í seinusti viku fórum við svo á leik í meistaradeildinni FC Köbenhavn og Benfica, mjög gaman að fara á völlinn og sjá stemminguna en það var líka hundleiðinlegur leikur og þá var ég nú eiginlega komin með nóg af að horfa á fótbolta í bili. En svo var það eiginlega óvart að ég endaði á bar niðri í bæ að horfa a Arsenal - United og það var skemmtilegur leikur þó úrslitin hefðu kannski ekki verið alveg eins og ég hefði kosið.
Seinustu helgi (fyrir rúmri viku) var vel tekið á því í djamminu og lítið gert annað en að djamma og sofa en það var ágætt, ég fékk minn skammt af djammi í bili svo nú er hægt að einbeita sér að einhverju öðru. Á föstudeginum var Sensommerfest uppi í DTU og við hittumst nokkur hja Gunna B, sem býr á kollegíi við skólann, og grilluðum svo var kíkt á partýið í skólanum og til að þurfa ekki að taka leigubíl heim var seinasti strætó tekinn niður í bæ. Þar splittaðist hópurinn og ég fór með Gunna A og Gauja (þeir eru nýfluttir til DK) á LA bar þar sem þeir heimtuðu að fara á dansistað og það var rosaskemmtilegt við dönsuðum alveg af okkur skóna við fórum svo heim seint og um síðir.
Á laugardagskvöldið héldum við smá innflutningspartý og auðvitað var kíkt í bæinn á eftir, þar rákumst við á nokkra gamla félaga úr MK sem voru í fríi og auðvitað þurfti að rifja upp gömul kynni þannig að við komum heim ennþá seinna og um síðir.
Helgin núna var aðeins rólegri við vorum heima á föstudaginn og elduðum góðan mat og höfðum það huggulegt og á laugardaginn fórum við út að borða í tilefni af afmæli Þórdísar frænku minnar það var líka mjög huggulegt.
Annars hef ég verið dugleg að mæta í leikfimina sem ég skráði mig í og líkar mjög vel. Bráðum verð ég orðin vöðvakögull :) eða kannski ekki. Svo er keramikklúbburinn aftur að fara í gang eftir sumarfrí og þar sem ég er búin að koma mér í stjórn í honum þá var ég að gera heimasíðu fyrir hann, taka til og undirbúa fyrir kynningarkvöld sem er á morgun.
Ég ætlaði að segja aðeins frá kúrsunum sem ég er í núna en það verður að bíða betri tíma þetta er orðið alveg nógu langt
bæ í bili
Þórhildur

Monday, September 04, 2006

Tíminn líður...

Sumarið að verða búið og skólinn að byrja, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég búin með annað árið af masternum og þá er bara eitt eftir og mér finnst við vera nýflutt til Kaupmannahafnar.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarið og óvenjumikið um heimsóknir. Helgina fyrir 2 vikum voru Anna og Robbi í heimsókn hjá okkur. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum í sightseeing hjólatúr um bæinn, í tívolí þar sem við fengum auðvitað stóran tívolíís og ég náði að prufa Himmelskibet (nýja tækið í tívolí sem hefur alltaf verið eitthvað bilað þegar ég hef farið), að versla og svo borðuðum við góðan mat, mjög gaman að hafa þau hjá okkur. Sömu helgi hittum við fleiri skyldmenni sem áttu leið um köben. Helga og Jói og familía voru á leið heim eftir að hafa verið að sigla á skútu á fjónshafi, ég skoðaði myndir frá siglingunni og ákvað að þetta ætlaði ég að gera. Þarf bara fyrst að læra að sigla eða taka einhvern reyndann með mér! Maggý og Jenný frænkur voru í stuttri heimsókn og kíktu við hjá okkur í Kaffi og Anna Sigga var á leið til Suður Evrópu og kom í mat. Svo það má segja að þetta hafi verið helgi ættingjanna :)
Helgin fyrir viku einkenndist af 50 ára afmæli sólbekken á laugardaginn var dagskrá frá morgni til kvölds, morgunmatur, fótboltamót, móttaka með snittum og bjór, vatnsslagur, kvöldmatur, magadans og auðvitað partý langt fram eftir nóttu. Það var mjög gaman, gott tækifæri til að kynnast fólkinu á Sólbakken, sunnudagurinn fór svo í það að hvíla sig eftir herlegheitin.
Erla Björk og Marta komu svo á miðvikudaginn og var hjá okkur fram á laugardagsmorgun þegar þær fóru til Árhús. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum að versla og í litlum sætum og flottum búðum, í hjólaferðu um bæinn, út að borða og á tónleika.
Semsagt nóg að gera... auðvitað höfum líka verið að vinna. Seinasti dagurinn minn í vinnunni var í gær. Núna verð ég að vinna fjórðu hverja helgi með skóla og get fengið aukavaktir ef ég vil, ég efast reyndar um að ég hafi mikinn tíma til þess en það kemur bara í ljós.
Ég skráði mig í tvennskonar leikfimitíma fyrir helgi, þetta eru íþróttir fyrir stúdenta og það er hægt að skrá sig í allskonar íþróttir gegn vægu gjaldi. Ég ætla að fara á mánudögum og fimmtudögum í tíma, á mánudögum fer ég í einhverskonar lyftinga þjálfun, stóð í bækklingnum að æfingarnar eru til þess að gera mann sterkan en ekki stóran. Á Fimmtudögum fer ég í eitthvað sem heitir bodytoning. Vona að þetta verði skemmtilegt og ég verði svaka sterk og stælt eftir veturinn. Fyrsti tíminn er í kvöld svo við sjáum til á morgun hvort ég geti hreyft mig fyrir harðsperrum.

jæja ég læt þetta duga í bili