Monday, September 18, 2006

....

Tvær vikur liðnar af skólanum og allt komið vel í gang, bæði félagslíf og verkefnavinna..... já hvar á ég að byrja, ég hef verið að gera margt og mikið undanfarnar tvær vikur.
Fótbolti hefur verið óvenjumikið á dagskrá. Við fórum á bar niðri í bæ að horfa á Ísland tapa fyrir Danmörk (ekkert sérlega spennandi leikur en skemmtilegt fólk að tala við svo það var í lagi) í seinusti viku fórum við svo á leik í meistaradeildinni FC Köbenhavn og Benfica, mjög gaman að fara á völlinn og sjá stemminguna en það var líka hundleiðinlegur leikur og þá var ég nú eiginlega komin með nóg af að horfa á fótbolta í bili. En svo var það eiginlega óvart að ég endaði á bar niðri í bæ að horfa a Arsenal - United og það var skemmtilegur leikur þó úrslitin hefðu kannski ekki verið alveg eins og ég hefði kosið.
Seinustu helgi (fyrir rúmri viku) var vel tekið á því í djamminu og lítið gert annað en að djamma og sofa en það var ágætt, ég fékk minn skammt af djammi í bili svo nú er hægt að einbeita sér að einhverju öðru. Á föstudeginum var Sensommerfest uppi í DTU og við hittumst nokkur hja Gunna B, sem býr á kollegíi við skólann, og grilluðum svo var kíkt á partýið í skólanum og til að þurfa ekki að taka leigubíl heim var seinasti strætó tekinn niður í bæ. Þar splittaðist hópurinn og ég fór með Gunna A og Gauja (þeir eru nýfluttir til DK) á LA bar þar sem þeir heimtuðu að fara á dansistað og það var rosaskemmtilegt við dönsuðum alveg af okkur skóna við fórum svo heim seint og um síðir.
Á laugardagskvöldið héldum við smá innflutningspartý og auðvitað var kíkt í bæinn á eftir, þar rákumst við á nokkra gamla félaga úr MK sem voru í fríi og auðvitað þurfti að rifja upp gömul kynni þannig að við komum heim ennþá seinna og um síðir.
Helgin núna var aðeins rólegri við vorum heima á föstudaginn og elduðum góðan mat og höfðum það huggulegt og á laugardaginn fórum við út að borða í tilefni af afmæli Þórdísar frænku minnar það var líka mjög huggulegt.
Annars hef ég verið dugleg að mæta í leikfimina sem ég skráði mig í og líkar mjög vel. Bráðum verð ég orðin vöðvakögull :) eða kannski ekki. Svo er keramikklúbburinn aftur að fara í gang eftir sumarfrí og þar sem ég er búin að koma mér í stjórn í honum þá var ég að gera heimasíðu fyrir hann, taka til og undirbúa fyrir kynningarkvöld sem er á morgun.
Ég ætlaði að segja aðeins frá kúrsunum sem ég er í núna en það verður að bíða betri tíma þetta er orðið alveg nógu langt
bæ í bili
Þórhildur

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnst vanta link á Keramik heimasíðuna sem ónefnd stúlka gerði...

20/9/06 02:05  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst það líka, og sýna listaverkin þín ;)

21/9/06 00:18  
Anonymous Anonymous said...

ég var alveg viss um að Tryggvi væri að skrifa þetta, útaf öllum fótboltanum og djamminu...heheh

21/9/06 12:37  
Anonymous Anonymous said...

Mig langaði bara að skjóta að smá kveðju í tilefni afmælisins hans Trygga og bið jafnfram velvirðingar á því að hafa ekki gert það fyrr.

16/10/06 20:11  
Anonymous Anonymous said...

blogga meira.. blogga meira..

29/10/06 13:55  

Post a Comment

<< Home