Tíminn líður...
Sumarið að verða búið og skólinn að byrja, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég búin með annað árið af masternum og þá er bara eitt eftir og mér finnst við vera nýflutt til Kaupmannahafnar.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarið og óvenjumikið um heimsóknir. Helgina fyrir 2 vikum voru Anna og Robbi í heimsókn hjá okkur. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum í sightseeing hjólatúr um bæinn, í tívolí þar sem við fengum auðvitað stóran tívolíís og ég náði að prufa Himmelskibet (nýja tækið í tívolí sem hefur alltaf verið eitthvað bilað þegar ég hef farið), að versla og svo borðuðum við góðan mat, mjög gaman að hafa þau hjá okkur. Sömu helgi hittum við fleiri skyldmenni sem áttu leið um köben. Helga og Jói og familía voru á leið heim eftir að hafa verið að sigla á skútu á fjónshafi, ég skoðaði myndir frá siglingunni og ákvað að þetta ætlaði ég að gera. Þarf bara fyrst að læra að sigla eða taka einhvern reyndann með mér! Maggý og Jenný frænkur voru í stuttri heimsókn og kíktu við hjá okkur í Kaffi og Anna Sigga var á leið til Suður Evrópu og kom í mat. Svo það má segja að þetta hafi verið helgi ættingjanna :)
Helgin fyrir viku einkenndist af 50 ára afmæli sólbekken á laugardaginn var dagskrá frá morgni til kvölds, morgunmatur, fótboltamót, móttaka með snittum og bjór, vatnsslagur, kvöldmatur, magadans og auðvitað partý langt fram eftir nóttu. Það var mjög gaman, gott tækifæri til að kynnast fólkinu á Sólbakken, sunnudagurinn fór svo í það að hvíla sig eftir herlegheitin.
Erla Björk og Marta komu svo á miðvikudaginn og var hjá okkur fram á laugardagsmorgun þegar þær fóru til Árhús. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum að versla og í litlum sætum og flottum búðum, í hjólaferðu um bæinn, út að borða og á tónleika.
Semsagt nóg að gera... auðvitað höfum líka verið að vinna. Seinasti dagurinn minn í vinnunni var í gær. Núna verð ég að vinna fjórðu hverja helgi með skóla og get fengið aukavaktir ef ég vil, ég efast reyndar um að ég hafi mikinn tíma til þess en það kemur bara í ljós.
Ég skráði mig í tvennskonar leikfimitíma fyrir helgi, þetta eru íþróttir fyrir stúdenta og það er hægt að skrá sig í allskonar íþróttir gegn vægu gjaldi. Ég ætla að fara á mánudögum og fimmtudögum í tíma, á mánudögum fer ég í einhverskonar lyftinga þjálfun, stóð í bækklingnum að æfingarnar eru til þess að gera mann sterkan en ekki stóran. Á Fimmtudögum fer ég í eitthvað sem heitir bodytoning. Vona að þetta verði skemmtilegt og ég verði svaka sterk og stælt eftir veturinn. Fyrsti tíminn er í kvöld svo við sjáum til á morgun hvort ég geti hreyft mig fyrir harðsperrum.
jæja ég læt þetta duga í bili
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarið og óvenjumikið um heimsóknir. Helgina fyrir 2 vikum voru Anna og Robbi í heimsókn hjá okkur. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum í sightseeing hjólatúr um bæinn, í tívolí þar sem við fengum auðvitað stóran tívolíís og ég náði að prufa Himmelskibet (nýja tækið í tívolí sem hefur alltaf verið eitthvað bilað þegar ég hef farið), að versla og svo borðuðum við góðan mat, mjög gaman að hafa þau hjá okkur. Sömu helgi hittum við fleiri skyldmenni sem áttu leið um köben. Helga og Jói og familía voru á leið heim eftir að hafa verið að sigla á skútu á fjónshafi, ég skoðaði myndir frá siglingunni og ákvað að þetta ætlaði ég að gera. Þarf bara fyrst að læra að sigla eða taka einhvern reyndann með mér! Maggý og Jenný frænkur voru í stuttri heimsókn og kíktu við hjá okkur í Kaffi og Anna Sigga var á leið til Suður Evrópu og kom í mat. Svo það má segja að þetta hafi verið helgi ættingjanna :)
Helgin fyrir viku einkenndist af 50 ára afmæli sólbekken á laugardaginn var dagskrá frá morgni til kvölds, morgunmatur, fótboltamót, móttaka með snittum og bjór, vatnsslagur, kvöldmatur, magadans og auðvitað partý langt fram eftir nóttu. Það var mjög gaman, gott tækifæri til að kynnast fólkinu á Sólbakken, sunnudagurinn fór svo í það að hvíla sig eftir herlegheitin.
Erla Björk og Marta komu svo á miðvikudaginn og var hjá okkur fram á laugardagsmorgun þegar þær fóru til Árhús. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum að versla og í litlum sætum og flottum búðum, í hjólaferðu um bæinn, út að borða og á tónleika.
Semsagt nóg að gera... auðvitað höfum líka verið að vinna. Seinasti dagurinn minn í vinnunni var í gær. Núna verð ég að vinna fjórðu hverja helgi með skóla og get fengið aukavaktir ef ég vil, ég efast reyndar um að ég hafi mikinn tíma til þess en það kemur bara í ljós.
Ég skráði mig í tvennskonar leikfimitíma fyrir helgi, þetta eru íþróttir fyrir stúdenta og það er hægt að skrá sig í allskonar íþróttir gegn vægu gjaldi. Ég ætla að fara á mánudögum og fimmtudögum í tíma, á mánudögum fer ég í einhverskonar lyftinga þjálfun, stóð í bækklingnum að æfingarnar eru til þess að gera mann sterkan en ekki stóran. Á Fimmtudögum fer ég í eitthvað sem heitir bodytoning. Vona að þetta verði skemmtilegt og ég verði svaka sterk og stælt eftir veturinn. Fyrsti tíminn er í kvöld svo við sjáum til á morgun hvort ég geti hreyft mig fyrir harðsperrum.
jæja ég læt þetta duga í bili
2 Comments:
Vá það er aldeilis búið að vera gaman hjá ykkur.
Hélt fyrst að þú værir að tala um mig. Vissi ekki að þú þekktir aðra Maggý heheh.
Kveðja úr sveitinni;)
En gaman að heyra og ég öfunda ykkur ömurlegt verður herna á klakanum og maður er alltaf að heyra að það sé fint veður í koben..
Hafið það rosa gott hlakka...Gangi ykkur vel i skólanum.
p.s veit ekki hvort ég komi með til koben stebbi kemur og strakarnir en það er ekki ákveðið hvort við komum stelpurnar..
Kveðja Gigja er að vinna í því læt þig vita
Post a Comment
<< Home