Verslunarmannahelgi á íslandi, bara mjög venjuleg helgi í köben. Já það er komin enn ein helgin sem þýðir að það er liðin en ein vikan af meðgöngunni og það styttist en frekar í ritgerðarskil......
Núna er ég komin 33 vikur á leið af 40 sem er ca 7 og hálfur mánuður og verkefna skil eiga helst að vera eftir 4 vikur.
Undanfarnar vikur hafa einkennst af ritgerðarskrifum sem ganga svona misvel, suma daga gengur þetta alveg ágætlega og aðra nánast ekki neitt. Ég á að skila uppkasti í núna einhverntíman í þessari viku og vona að ég nái að verða búin með sem mest af textanum. Þá er bara eftir að ganga frá viðaukum og setja skýrsluna fallega upp og svona. Svo vona ég auðvitað að leiðbeinananum líki það sem hann fær og ég þurfi ekki að breyta allt of miklu.
Ég er nú reyndar búin að líta upp úr bókunum annars lagið og gera eitthvað aðeins skemmtilegra, fyrir tveimur vikum var Ella, mamma tryggva hjá okkur í heimsókn. Hún hefur verið dugleg í handavinnunni og kom með allskonar gjafir til okkar, hún er búin að hekkla teppi, prjóna peysu, húfu og sokka og sauma út í rúmföt. Þetta var allt rosalega fallegt og erum við ótrulega ánægð með þetta. En við reyndum nú að gera eitthvað skemmtilegt saman, við fórum í tívolí, á bæjarrölt og svo kíktum við til Helsingör og skoðuðum kronborg kastala.
Seinustu helgi komu svo Steini, Hildur, Anna Þóra og Veigar, frændfólk mitt frá noregi, í
heimsókn, þau gistu hjá okkur eina nótt en voru svo heppin að fá íbúðina hennar bergdísar lánaða í nokkrar nætur. Þau notuðu tímann og skoðuðu sig um i kaupmannahöfn og lánuðu okkur bílinn sinn sem við auðvitað nýttum og fórum í IKEA. Versluðum allskonar smádót sem okkur vantaði og svo keyptum við líka skiptiborð. Það bíður nú í pakkanum undir rúmi eftir að einhver hafi tíma til að setja það saman :) En það liggur nú ekkert á því alveg strax.
Í vikunni fórum við til ljósmóður og hún sagði að allt liti vel út, barnið snéri með hausinn niður og væri orðið tvö kíló, ég skil nú ekki alveg hvernig hún getur reiknað það út með því einu að þreifa á maganum. Við erum auðvitað mjög ánægð að barnið þroskast og dafnar.
Núna um helgina ætlum við svo að reyna að hitta Önnu Regínu og Birki sem voru að koma hingað og ætla að búa hérna í vetur. Það er alltaf gaman þegar að það bætist í hópinn.
Jæja læt þetta nægja í bili, engar bumbumyndir í þetta skiptið en það koma vonandi einhverjar fljótlega