Hróaskelda og bumbumyndir
Komin tími á nýjar bumbumyndir:
Nú eru liðnar 30 vikur af meðgöngunni sem þýðir að það eru 10 vikur eftir. Krílið er i ströngum æfingabúðum, hreyfir sig mikið og sparkar. En það er víst alveg ágætlega mikið af plássi fyrir það ennþá, er ekki nema u.þ.b. 1,5 kg og á eftir að þyngjast um ca 2 kg á þessum tíu vikum sem eru eftir. Ég hef nú samt ekkert of mikinn tíma til að hugsa um þetta því verkefna skil eru á dagskránni fyrst. Ég á að skila verkefninu eftir 7-8 vikur. Ég hitti leiðbeinandann minn í gær og hann var ánægður með það sem við vorum búinar að gera og nú vill hann að ég einbeiti mér að því að skrifa skýrsluna það sem eftir er af tímanum. Þannig að núna er ég nokkuð viss um að ég nái að ljúka þessu áður en litla krílið lætur sjá sig.Seinustu helgi skelltum við okkur á
Hróaskelduhátíðina. Það var mjög gaman, fyrir utan rigninguna á fimmtudeginum. Ég fékk alveg nóg af rigningu og fór heim áður en björk byrjaði að spila og misst því miður af henni. Á föstudeginum leigði ég svo skrjóð og var með hann fram á mánudag svo ég gæti keyrt á heim á kvöldin og sofið heima. Það var frekar mikil leðja og drulla eftir alla rigninguna svo það var ekkert annað en stígvél sem dugði. Við sáum slatta af tónleikum og það voru nokkur bönd sem stóðu upp úr, það voru Arcade fire, The Who, Queens of the stoone age og Muse. Ég læt fylgja með nokkrar myndir. En læt þetta annars duga í bili.
Kv Þórhildur
Nú eru liðnar 30 vikur af meðgöngunni sem þýðir að það eru 10 vikur eftir. Krílið er i ströngum æfingabúðum, hreyfir sig mikið og sparkar. En það er víst alveg ágætlega mikið af plássi fyrir það ennþá, er ekki nema u.þ.b. 1,5 kg og á eftir að þyngjast um ca 2 kg á þessum tíu vikum sem eru eftir. Ég hef nú samt ekkert of mikinn tíma til að hugsa um þetta því verkefna skil eru á dagskránni fyrst. Ég á að skila verkefninu eftir 7-8 vikur. Ég hitti leiðbeinandann minn í gær og hann var ánægður með það sem við vorum búinar að gera og nú vill hann að ég einbeiti mér að því að skrifa skýrsluna það sem eftir er af tímanum. Þannig að núna er ég nokkuð viss um að ég nái að ljúka þessu áður en litla krílið lætur sjá sig.Seinustu helgi skelltum við okkur á
Hróaskelduhátíðina. Það var mjög gaman, fyrir utan rigninguna á fimmtudeginum. Ég fékk alveg nóg af rigningu og fór heim áður en björk byrjaði að spila og misst því miður af henni. Á föstudeginum leigði ég svo skrjóð og var með hann fram á mánudag svo ég gæti keyrt á heim á kvöldin og sofið heima. Það var frekar mikil leðja og drulla eftir alla rigninguna svo það var ekkert annað en stígvél sem dugði. Við sáum slatta af tónleikum og það voru nokkur bönd sem stóðu upp úr, það voru Arcade fire, The Who, Queens of the stoone age og Muse. Ég læt fylgja með nokkrar myndir. En læt þetta annars duga í bili.
Kv Þórhildur