Friday, October 12, 2007

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.....


Hann Tryggvi minn á 25 ára afmæli í dag :) Til hamingju!!!

Annars er allt gott að frétta, það helsta er að við erum búin að gefa litlu dóttir okkar nafn, hún heitir Brynhildur Freyja. Tryggvi er farin að fara aftur í skólan svo við Brynhildur höfum verið einar heima á daginn þessa vikuna. Það hefur gengið vel, við förum eitthvað út á hverjum degi. Í fyrradag fórum við í fisketorvet að versla og í gær fórum við í fyrstu heimsóknina okkar saman en við heimsóttum Þórdísi frænku.

Jæja það er komin matartími svo ég læt þetta nægja í bili.
Þórhildur

Tuesday, October 02, 2007

Vika heima!!


Jæja þá erum við búin að vera í viku heima og allt gengur eins og í sögu. Litla dóttir okkar er auðvitað bara frábær og æðisleg :) Hún borðar, sefur, kúkar og pissar allt eins og það á að vera. Við erum svo búin að fara í heyrnapróf og það kom vel út. Á laugardaginn fórum við í fyrsta skipti út að labba með hana í nýja vagninum, veðrið var fínt þegar við ákváðum að fara en um leið og við stigum út um dyrnar byrjaði að rigna. En við létum það ekki á okkur fá og fórum út í búð og versluðum nýja nauðsynjavöru á heimilunu; bleyjur. Við vorum mjög stoltir foreldrar með vagninn :) Í gær fór litla snúllan okkar í fyrsta skipti í bað, það gekk bara nokkuð vel, við vorum pínu stresssuð en henni líkaði þetta bara ágætlega.
Við erum búin að fá nokkrar heimsóknir síðan við komum heim en ekkert of mikið svo við höfum haft tíma til að kynnast dóttur okkar.
Mér finnst hún vera búin að stækka og þroskast fullt á einni viku, ótrulegt hvað þetta gerist hratt.
Við erum búin að gera heimasíðu á www.barnanet.is/tryggvadottir
þar eru myndir af snúllunni okkar. Endilega sendið okkur e-mail til að fá lykilorðið ef ykkur langar að sjá myndir.

Jæja læt þetta nægja í bili
Þórhildur

Tuesday, September 25, 2007

Stelpan okkar!!!

Sunnudagsmorgun klukkan 10:03 (Dönskum tíma) fæddist yndislega dóttir okkar :) Hún var 4140 grömm eða rúmlega 16 og hálf merkur og 55 cm. Komum heim af fæðingardeildinni áðan og okkur heilsast öllum vel og erum að læra inn á hvert annað :)

Thursday, September 13, 2007

Verkfræðingur !!

Vörnin í morgun gekk vel og ég bara orðin verkfræðingur :)

Wednesday, September 05, 2007

Einn áfangi í höfn

Jæja þá er ég búin að skila verkefninu mínu. Ég skilaði seinasta föstudag og er bara búin að njóta lífsins síðan þá. Núna þarf ég hinsvegar að fara að undirbúa vörnina sem verður næsta fimmtudag, þannig að það er vonandi rétt rúm vika þangað til að ég verð verkfræðingur :).

Lilja kom til hingað í heimsókn á fimmtudagskvöldið og Maggý með systur sína og frænku á mánudaginn fyrir rúmri viku svo um helgina notuðum við tíman og gerðum ýmislegt skemmtilegt saman. Á föstudaginn þegar ég var búin að skila fór ég og hitti stelpurnar á Café Norden á Amager Torv. Svo var auðvitað kíkt aðeins í HogM og svona. Kvöldið var nú frekar rólegt þar sem ég var frekar þreytt eftir vikuna en Bergdís eldaði dýrindis Lasagnia handa okkur öllum. Á Laugardaginn tókum við Tryggvi okkur til og þrifum íbúðina, enda komin tími til. Ekki búið að þrífa almennilega í margar vikur. Svo fór ég og hitti stelpurnar í Tívolí. Við borðuðum á Wagamama sem er mjög góður núðlustaður og fengum mjög góðan mat. Á laugardagskvöldið sátum við svo fram eftir nóttu eins og okkur er lagið að spjalla. Á sunnudaginn fórum við svo með gestina í göngutúr um Kristíaníu það er alltaf jafn gaman að skoða húsin og fjölbreytileikan þar. Þegar við komum út úr kristíaníu vorum við rétt hjá snilldarveitingastaðnum Rimini og klukkan var að verða sex svo við skelltum okkur þangað og fengum okkur kvöldmat. Á mánudaginn kíktum við Lilja aðeins í bæinn en svo fóru allar stelpurnar heim á mánudagskvöldið. Það var svo skemmtilegt að fá þær í heimsókn :)
Í dag er ég svo að fara að hitta fleiri ferðamenn í danmörku, Gróa, Daði og Þorgeir litil eru hér í heimsókn og ég ætla að hitta þau í bænum. Get varla beðið eftir að sjá hann Þorgeir með eigin augum.
Jæja læt þetta duga í bili
Þórhildur

Sunday, August 19, 2007

bumbumyndir og fl

Jæja ég ætla að setja inn tvær myndir af mér og bumbunni minni.


Annars er allt gott að frétta, bumbubúinn er mikið á hreyfingu og það getur nú stundum verði svolítið óþægilegt, en ég vil nú samt ekkert að krílið sé eitthvað að flýta sér.
Verkefnið gengur alveg ágætlega, ég hitti leiðbeinandann minn á föstudaginn og honum leist alveg ágætlega á það sem ég var búin að gera. Ég þarf bara aðeins að bæta nokkra hluti og svo er þetta tilbúið. Ég ætla að skila verkefninu 31 ágúst. Svo er búið að skipuleggja vörnina en hún verður 13 september. Ég vona bara að krílið láti að minnsta kosti bíða eftir sér til a.m.k 14 sept. svo ég nái nú að ljúka þessu af áður en ég verð mamma og upptekin að allt öðru en verkefni.

Í seinustu viku var Þórdís systir mín, Jenný, Hugrún og Maggý frænkur mínar hérna í Kaupmannahöfn í heimsókn, þær gistu hjá Þórdísi frænku minni en ég fór nú og hitti þær nokkrum sinnum. Mjög gaman að hitta þær og eyða smá tíma með þeim. Sérstaklega gaman fannst mér að fá að vera aðeins með elsku systur minni :)

Seinustu helgi hélt Gunni B afmælis-, útskriftar- og kveðjupartí ég kíkti aðeins í partýið en það ver frekar heitt og ég þreytt svo ég var nú ekkert sérlega lengi, en það var samt gaman að hitta fólkið. Á miðvikudaginn flutti Sella hingað til DK hún er búin að fá herbergi hérna á Otto Mönsted kollegiinu hérna við hliðina á ykkur svo hún er orðin nágranni okkar. Í gær buðum við henni í mat og eftir mat komu kíktu svo Bergdís og Anna Regína líka í heimsókn. Við sátum og spjölluðum fram eftir kvöldi og áttum huggulegt kvöld.

Jæja ég læt þetta nægja af fréttum í bili,

Saturday, August 04, 2007

....

Verslunarmannahelgi á íslandi, bara mjög venjuleg helgi í köben. Já það er komin enn ein helgin sem þýðir að það er liðin en ein vikan af meðgöngunni og það styttist en frekar í ritgerðarskil......
Núna er ég komin 33 vikur á leið af 40 sem er ca 7 og hálfur mánuður og verkefna skil eiga helst að vera eftir 4 vikur.

Undanfarnar vikur hafa einkennst af ritgerðarskrifum sem ganga svona misvel, suma daga gengur þetta alveg ágætlega og aðra nánast ekki neitt. Ég á að skila uppkasti í núna einhverntíman í þessari viku og vona að ég nái að verða búin með sem mest af textanum. Þá er bara eftir að ganga frá viðaukum og setja skýrsluna fallega upp og svona. Svo vona ég auðvitað að leiðbeinananum líki það sem hann fær og ég þurfi ekki að breyta allt of miklu.

Ég er nú reyndar búin að líta upp úr bókunum annars lagið og gera eitthvað aðeins skemmtilegra, fyrir tveimur vikum var Ella, mamma tryggva hjá okkur í heimsókn. Hún hefur verið dugleg í handavinnunni og kom með allskonar gjafir til okkar, hún er búin að hekkla teppi, prjóna peysu, húfu og sokka og sauma út í rúmföt. Þetta var allt rosalega fallegt og erum við ótrulega ánægð með þetta. En við reyndum nú að gera eitthvað skemmtilegt saman, við fórum í tívolí, á bæjarrölt og svo kíktum við til Helsingör og skoðuðum kronborg kastala.

Seinustu helgi komu svo Steini, Hildur, Anna Þóra og Veigar, frændfólk mitt frá noregi, í heimsókn, þau gistu hjá okkur eina nótt en voru svo heppin að fá íbúðina hennar bergdísar lánaða í nokkrar nætur. Þau notuðu tímann og skoðuðu sig um i kaupmannahöfn og lánuðu okkur bílinn sinn sem við auðvitað nýttum og fórum í IKEA. Versluðum allskonar smádót sem okkur vantaði og svo keyptum við líka skiptiborð. Það bíður nú í pakkanum undir rúmi eftir að einhver hafi tíma til að setja það saman :) En það liggur nú ekkert á því alveg strax.

Í vikunni fórum við til ljósmóður og hún sagði að allt liti vel út, barnið snéri með hausinn niður og væri orðið tvö kíló, ég skil nú ekki alveg hvernig hún getur reiknað það út með því einu að þreifa á maganum. Við erum auðvitað mjög ánægð að barnið þroskast og dafnar.

Núna um helgina ætlum við svo að reyna að hitta Önnu Regínu og Birki sem voru að koma hingað og ætla að búa hérna í vetur. Það er alltaf gaman þegar að það bætist í hópinn.

Jæja læt þetta nægja í bili, engar bumbumyndir í þetta skiptið en það koma vonandi einhverjar fljótlega