Thursday, February 22, 2007

"Snjóstormur" i danmörku

Já í dag er dagur snjóstormsins í Danmörku...... ég veit ekki hvað skal segja en ég get að minnsta kosti ekki kallað þetta snjóstorm. Það var snjókomma í nótt svo það er ágætlega mikið af snjó kannski svona 15 - 40 cm fer eftir hvar maður er, en það er löngu hætt að snjóa, búið að skafa allar götur og það er nánast enginn vindur. Þrátt fyrir það eru Danir varaðir við því að fara út, eru bara beðnir um að vera heima hjá sér, búið að aflýsa helmingnum af strætóleiðunum og það eru bara örfáar lestir sem keyra vegna þess að það eru vandamál með sporskiptingar..... Ég byrjaði á því að vera hneyksluð en núna finnst mér þetta eiginlega bara hlægilegt. Heilt samfélag er lamað vegna smá snjókommu. Það sem er undarlegast við þetta er að þetta gerist að minnsta kosti tvisvar á ári svo það er ekki eins og þetta sé eitthvað alveg ótrúlega sjaldgæft. Ég mundi kannski skilja þetta ef ég væri í brasilíu eða einhverstaðar þar sem að það kæmi snjór með 10 ára millibili en ekki hér.
Ég fór til dæmis upp í skóla í morgun því ég ætlaði að hitta hópinn sem ég er að gera Finnlands verkefnið með, ég fékk reyndar far í skólan hjá Kristían hennar Bergdísar. Þegar ég er komin í skólan fæ ég skilaboð frá Restinni af hópnum að þau bara geti ekki farið út í þessu veðri og verði að vera heima hjá sér!!!!! Reyndar skil ég það svo sem ef þær komast ekki í skólan út af strætóleysi. En ég sit núna uppi í skóla og er að velta fyrir mér hvort ég eigi að bíða til fimm til að fá far aftur heim eða hvort ég eigi að reyna við almenningssamgöngurnar.

Jæja ætli það sé ekki komið nóg af snjófréttum, annars er allt gott að frétta. Nóg að gera eins og hefur kannski sést hérna á síðunni þar sem ég hef ekki skrifað blogg í lengri tíma. Ég er semsagt byrjuð að lokaverkefninu mínu það felst í því að skoða vörurnar á cardiology sviðinu hjá fyrirtækinu AMBU (www.ambu.dk)til að ath hvort það sé möguleiki að búa til "product platform" semsagt hvort það sé hægt að finna eitthvað sameiginlegt með vörunum og nýta sameiginlegu þættina til að hagræða í núverandi og framtíðar framleiðslu og þróun. Núna erum við semsagt bara að grafa okkur niður í vörulysingar, BillOfMaterials og flæðirit yfir framleiðslu og setja upp svokallað Product Family Master Plan, sem er verkfæri sem var þróað i deildinni okkar í DTU til að hjálpa til við svona verkefni.

Vörurnar sem við erum að skoða eru elektróður sem eru límdar á brjóst fólks til að fylgjast með hjartslætti og til að gera allskonar próf.

Ég er svo búin að vera að vinna seinustu tvær helgar og hef því ekki haft mikið frí, en ég náði nú að kíkja í afmæli fyrir tæpum tveim vikum og fá gesti um seinustu helgi svo það hefur líka eitthvað skemmtilegt verið á dagskrá. A sunnudaginn bakaði Tryggvi bollur handa okkur svo við fengjum nú örugglega okkar skerf af rjóma á bolludaginn.

Núna um helgina erum við að fara í visindaferð á morgun í verkfræðinga félagið og svo er bjórkvöld í boði íslendingafélagsins í DTU á Sólbakken. Á sunnudaginn verða Erna og Stebbi í Köben á leið í heimsreisu svo við ætlum að hitta þau og gera eitthvað skemmtilegt.

Jæja ætli ég láti þetta ekki duga af fréttum í bili
Kv Þórhildur

3 Comments:

Blogger Ásdís said...

já þetta snjóhræðsla er frekar hallærisleg, hér lamast reyndar allt ef það rignir svo þú getur a.m.k. huggað þig við að þeir eru aðeins betur staddir en Kalíforníubúar:)
Lokaverkefnið hljómar mjög spennandi!

23/2/07 23:49  
Anonymous Anonymous said...

Vá findið...heheheh. Fréttirnar hérna voru að allt væri stíflað og bílar og strædóar væru fastir út um allt og allt í volæði. Ég myndi sjá þetta í anda hérna...sleppa skóla..hvað er það.heheheheh

Kossar og knús

28/2/07 14:33  
Blogger Magga said...

Finn ekki aðalfréttina á blogginu og vil ekki kjafta svo ég segi bara að ég er svaka spennt. Gangi ykkur rosalega vel með allt.
Kossar og knús, Magga

13/3/07 11:45  

Post a Comment

<< Home