Saturday, January 20, 2007

Rigning og HM í handbolta

Ég var í vinnunni í morgun og það ringdi og ringdi og ringdi, ekkert sérlega skemmtilegt að mæta heim til fólks rennblautur stoppa í smá stund og fara svo aftur í blautu fötin. Alveg týpiskt að þegar ég er komin heim er komið þetta fína veður vona bara að það haldist þangað til á morgun því ég er að fara aftur í vinnuna í morgun.

Ég ætlaði að fara að horfa á ísland - ástralía á HM í handbolta á netinu, en haldiði ekki að maður geti bara horft á þetta ef maður er á íslandi :( Ég var að vona að ég gæti kíkt á leikinn og kannski séð Tryggva og félaga. Já Tryggvi og fleiri vinir okkar úr DTU lögðu af stað í gær til Magdeburg og ætla að fara á alla leiki Íslands í riðlinum. Tryggvi fór með fjórum öðrum, Gunna A, Gunna B, Kidda og Þorsteini, þeir leigðu bílaleigubíl og keyrðu niður eftir. Tryggvi fór að sækja bílinn í gærmorgun og af því það var búið að bóka of marga bíla í flokkinum sem þeir höfðu pantað þá fengu þeir stærri bíl, VW Passat station. Ekkert smá flottur bíll, ég hugsa að það hafi ekki verið leiðinlegt að keyra á mótorvegum Þýskalands á honum.

Ég var nú pínu svekkt yfir að vera ekki að fara með þeim en maður getur víst ekki gert allt, ég er verð nefnilega farin til Helsinki þegar Tryggvi kemur heim. Ég er að fara til Helsingi vegna verkefnis í skólanum. Við leggjum af stað á Þriðjudaginn og verðum að vinna í verkefninu á fram á föstudag, en þá verðum við í fríi þar fram á mánudag. Mamma er að koma til Helsinki á föstudeginum vegna þess að hún er að fara á ráðstefnu á mánudeginum og þriðjudeginum eftir. Þannig að við verðum saman í Helsinki yfir helgina og gistum hjá Gunnhildi frænku.

Það er annars ekkert merkilegt búið að gera síðan seinast, það var reyndar aðeins meira að gera hjá mér í seinustu viku en vikuna á undan. Ég var bæði að vinna í Finnlands verkefninu og svo var ég að vinna tvo daga. Ég fór svo í heimsókn til Þórdísar frænku eitt kvöld í vikunni, Matthildur var í heimsókn þar og ég og hún saumuðum trefil handa nýja bangsanum sem hún fékk í jólagjöf, rosalega dugleg ég :) Sif flutti til DK á fimmtudaginn og ég hitti hana í gær í bænum og við kíktum aðeins í nokkrar búðir. Ég verslaði ekki neitt en Sif aðeins meira.

Íslendingar bara alveg að vallta yfir Ástrala, ég get þó að minnsta kosti hlustað á lýsingu á leiknum á Rás 2.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Svekk svekk...ekki jafn gaman að horfa á Úkraínu leikinnn.....Vonum bara að það verðir kraftaverk og við vinnum Frakka:/

22/1/07 12:07  
Blogger Þórhildur said...

Nákvæmlega!!

22/1/07 13:06  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað ég öfunda Þá núna...hehehehhe Geggjaður leikur á móti frökkum:)

23/1/07 14:24  
Anonymous Anonymous said...

Já þvílík heppni að finna margt af því sem ég þurfti þarna á einhverjum klukkutíma með þér, þú hefur greinilega mjög góð áhrif á verslunarhæfni mína :) Heyrumst, kv. Sif

31/1/07 14:14  

Post a Comment

<< Home