Wednesday, November 01, 2006

Nei bara önnur færsalan á tveimur dögum..

Ja hvad haldidi ég er bara aftur að skrifa á bloggið í dag.

Ég þurfti bara aðeins að auglýsa það hvað ég er öfundsjúk út í Tryggva hann er núna i þessum töluðu orðum á leiðinna á leik Man United og FCK i Parken. Tryggvi reyndi að fá miða fyrir okkur þegar það var byrjað að selja þá en þeir seldust upp á nokkrum sek. Það var hægt að fá miða á svörtum markaði en þeir kostuðu frá 30 þúsund og það var nú aðeins of dýrt. En í gær hringdi hann í mig í skólann og var eitthvað svo glaður í röddinni að eg vissi að eitthvað skemmtilegt hafði gerst. Þá hafði Bippi bara hringt i hann og sagt honum að hann væri með einn auka miða sem hann vildi selja Tryggva á kostnaðarverði.... svo það má segja að Tryggvi hafi dottið i lukkupottin þar. En reyndar öfunda ég hann ekki að vera úti núna því það er svo svakalega kalt. A einni nóttu er hitastigið búið að falla örugglega um 10 stig, ótrúlegt og það er bara slidda og læti...
Annars er nog að gera i kaupmannahöfn þessa vikuna, í kvöld er þessi leikur á morgun er MTV musik awards á Ráðhústorginu og ég á heldur engann miða á það og á föstudaginn klukkan 20:59 kemur jólabjórinn á barina. Svo það verður stemmning í bænum þá og ég ætla að kíkja á það svo...
Jæja ætla að skreppa í á milli stigaganga á Sólbakken og kíkja í heimsókn til bergdísar, já fyrir þá sem ekki vissu þá flutti hún hingað í byrjun þessa mánaðar, mjög gaman :)

Bless i bili

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá, það er greinilega nóg að gera hjá ykkur!
Takk fyrir síðast, það var rosa gaman að sjá ykkur.

Kveðja úr eskihlíðinni:)

3/11/06 15:04  

Post a Comment

<< Home