Thursday, November 23, 2006

Kominn timi til að skrifa!!

Jæja það er nú svo sem ekkert sérlegt að frétta... er bara að skrifa nokkrar línur því akkurat í augnablikinu nenni ég ekki að læra. Vona að þetta augnablik vari ekki lengi því það er alveg hreint nóg að gera. Eins og venjulega á þessum tíma ársins, já seinasta prófatörnin mín í háskóla (allavega í bili) að hefjas. Mjög skrýtin tilfinning, ég fer reyndar ekki í nein stór próf, bara tvö munnleg sem gilda bæði einn þriðja af einkunn í því fagi. En afturámóti er ég að gera alveg slatta af verkefnum.
Ég hitti í dag stelpu, Söru, sem ég er líklega að fara að gera lokaverkefni með, ég talaði við einn leiðbeinanda í seinustu viku og hann benti mér á að tala við hana því hún var með sama áhugasvið og ég og honum fannst sniðugt ef við gerðum verkefni saman. Ég var með henni í einum kursi fyrir ári svo ég þekki hana svona smá og mér líst bara mjög vel á þetta allt saman eftir fund okkar í dag.
Við ætlum að gera verkefni um product platforms og product development (veit ekki alveg hvað þetta heitir á Íslensku) i samvinnu við eitthvað fyrirtæki. Leiðbeinandinn er með fullt af verkefnum og fyrirtækjum i huga svo það kemur nánar í ljós í janúar hvaða fyrir tæki og hvað við gerum nákvæmlega. Við byrjum semsagt í febrúar og tökum 40 ECTS eininga verkenfi eða eins og 20 íslenskar HÍ einingar svo við verðum fram á næsta haust að klára verkefnið.
Annars er lítið búið að vera að gerast, ég var að vinna um seinustu helgi svo það var lítið úr lærdómi en ég reyndi samt. Við kíktum líka aðeins í heimsókn á laugardagskvöldið til Gunna A, Kidda og Þorsteins þar sem Finnur vinur tryggva og Íris kærasta hans voru í heimsókn frá Íslandi.
Á laugardaginn erum við svo að fara á julefrokost hjá íslendingafélaginu í DTU, það verður örugglega gaman, en rólegt hjá mér því ég er bæði að fara að vinna og að læra á sunnudaginn.
Jólin eru aðeins farin að láta sjá sig hérna, byrjað að hengja upp jólaskraut í búðum og á fleiri stöðum svo eru auðvitað auglýsingabæklingarnir sem minna man á að maður þarf nú að fara að versla jólagjafir, jólaskraut, jólamat og bara jólaalltsaman. Ég veit ekki alveg hvenær ég á að hafa tíma fyrir svoleiðis þvi ég er í mínu seinasta prófi föstudaginn 22 des og þá fer ég líka heim til Íslands, en það hljóta að bætast nokkrir aukatímar í sólarhringinn þarna í desember svo ég hafi tíma til að skokka út og kaupa nokkrar jólagjafir.

jæja held að það sé komið nóg í bili, verð að fara að snúa mér að bókunum.
Langaði að enda á því að senda smá kveðjur;

Sigrún og Craig voru að eignast lítinn sætann strák og ég óska þeim innilega til hamingju með það og auðvitað Viktoríu til hamingju með að verða orðin stóra systir.

Freyr uppáhaldsfrændi minn á afmæli á mánudaginn og hann fær líka sendar afmæliskveðjur frá mér :)

Þórhildur

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Taaaaaaaakkkkkkkk fyrir afmæliskveðjuna bestasta frænka. Var með bekkjarafmæli áðan og það var gaman, fórum í mandarínudans, stoppdans,bingo og fata-flöskustút þar sem ég varð ítalskur prestur!
(p.s. mamma var salíróleg í látunum með eyrnatappa á tímabili)

27/11/06 21:25  

Post a Comment

<< Home