Saturday, January 27, 2007

Olee ole ole ole olee... oleee oleee

Hér kemur útlistun á ferðinni til Magdeburg:

Dagur I: Ferðin hófst uppi í DTU klukkan 10:00 þar sem við vorum saman komnir samferðamennirnir, Gunni B, Gamli feiti, Tuskan og Klúbburinn. Ég hafði fyrr um daginn náð í sjálfrennireiðina sem við leigðum, VW Passat station og hafði það gengið stóráfallalaust fyrir sig. Tuskunni hafði hins vegar ekki gengið jafn vel að leysa sitt verkefni sem var að redda korti af leiðinni og prenta það út. Í stað þess að prenta út fljótlegustu leið af krak, valdi hann að finna leiðina í gegn um Hamborg( um 300 km krókur) og að auki aðeins að prenta út kortin sem voru í kring um Hamborg. Þar ætlaði Tuskan hins vegar að vera með á nótunum og til að tryggja það hafði hann prentað eintak á mann að þeim hluta. En nú var serverinn hjá krak niðri svo það var ekkert að gera nema láta reyna á það hvort við kæmumst ekki á leiðarenda á gutfeeling sem og við gerðum.

Þegar til Magdeburgar var komið var tekið til við almenn drykkju-og fíflalæti, matsölustaðurinn Alex fundinn og fyrsta snitzel champingon-inu sporðrennt ásamt bjór og vodka red bull. Heilsuðum upp á Fúsa Sig. og Sig. sjálfan sem voru þarna að matast og þá var komið að hlutverki Absalon uppvakningsins. Absalon uppvakningurinn er maður sem stundum bregður sér í klúbbinn á síðkvöldum og er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann rífur 20 evru seðla í tvennt til að greiða 10 evrur, hann drekkur ekkert nema þrefaldan Jack í kók og lætur sko engann segja sér fyrir verkum. Þegar hér er komið við sögu færðum við okkur um set og einhverjir sáu sér leik á borði og svívirða nokkrar styttur borgarinnar á leið milli staða. Á endanum var svo haldið upp á hótelbar þar sem restin af hópnum var hitt en þau voru nýskriðin úr flugi en gerðu sitt besta til að halda í við okkur félagana.

Dagur II: Vaknað upp úr hádegi og farið að vinna í því að koma sér á stórleik Íslands og Ástralíu. Mönnum gekk nú misvel að komast fram úr en allt hafðist þetta að lokum og eftir eina Bratwurst með tómat eða bjúga í rúnstykki eins og Gunni vildi meina að þetta væri voru allir komnir í sætið sitt og farnir að horfa á okkar menn valta yfir þá frá down under. Kvöldið varð svo tíðindaminni endurtekning á kvöldinu áður, snitzel á Alex með Fúsa á næsta borði, almenn drykkju-og fíflalæti.

Þynnka dagsins: Gunni B

Comeback dagsins: Gunni B

Dagur III: Allir nokkuð hressir í morgunsárið nema Tuskan sem var eitthvað hálftuskulegur. Slepptum FRA-AUS til að hanga á bar og horfa á Arsenal-Man Utd. Og POL-BRA. Skelltum okkur svo í höllina og sáum hinn umtalaða leik ISL-UKR og skemmtum okkur ekkert ofboðslega yfir því. Þriðja snitzeli ferðarinnar slátrað og sorgum drekkt fram á rauða.

Þynka dagsins: Tuskan

Comeback dagsins: Klúbburinn(amk ekki Tuskan)

Dagur IV: Fyrri partur dags er nú hálf þokukendur hjá undirrituðum þar sem hann eyddi bróðurpartinum úr honum með andlitið ofan í klósettskál. Aðrir reyndu að koma meiri pening í lóg með að fara í verslunarleiðangur. Upphitun fyrir leik fór fram á sportbarnum The Fan og var upplitið á íslenska hópnum langt frá því að vera bjart. Þó var tekin ákvörðun um að skella sér á leikinn og þrátt fyrir vonleysið. U.þ.b. hálftíma seinna voru ca. 7 mín liðnar af leiknum ISL-FRA og staðan 5-0 fyrir Íslandi, þynnkan gleymd og farið að svipast um eftir bjór og með því. Stemmingin magnaðist og eftir leik fóru allir íslensku áhorfendurnir á The Fan þar sem var engu líkara en að tónmenntartímarnir hjá Soffíu Vagns hefðu verið færðir inn á bar í þýskalandi, Bubbi sunginn í bland við íslensk þjóðlög og skálað af áfergju. Þegar farið var að stór sjá á áfengisbyrgðum The Fan og andliti þeirra sem tóku til á borðum með því flutti hópurinn sig svo um set á kareoke barinn við hliðina á The Fan. Þar voru menn misduglegir við að taka lagið, en enginn sló Tuskunni við sem tók bæði einsöng og dúett. Síðbúinn kvöldmatur var svo tekinn í morgunsárið þar sem gagnrýnenur jusu skítkasti yfir túlkun Tuskunar á With Arms Wide Open svo mikið að Tuskan hefur tekið upp eftirnafnið Hung eftir kollega sínum.

Þynnka dagsins: Tvímælalaust ég.

Comeback dagsins: líka ég

Dagur V: Eftir stuttan fund í lobbyinu um hvort það ætti að halda áfram suður í milliriðil eða heim til Kbh. var haldið sem leið lá til Kaupmannahafnar þar sem hvorki fjárráð, andleg-eða líkmleg heilsa leyfðu annað. Endað í pizzu á Hjörringsgade.

Nú hefur HM-stofa verið sett upp á Hjörringsgade þar sem þýskar útsendingar eru streamaðar.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Snillld...hefði sko alveg verið til í að vera þarna...sérstaklega á ísl-frak leiknum...vá....:)

27/1/07 15:04  
Blogger Herr Tryggvason said...

Mikið hljómar þetta eins og mega súper ferð, vel gert! Ég er ekki frá því að maður sér töluvert öfundsjúkur!

30/1/07 10:24  
Anonymous Anonymous said...

Þið hafið verið landi og þjóð til sóma! Tónmenntatímarnir hjá Soffíu Vagns ROKKUÐU!

30/1/07 10:56  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að gagnrýnendur hafi bara verið öfundsjúkir út í gríðarlega hæfileika tuskunnar á sviðinu.
kv Tuskan

30/1/07 23:48  
Anonymous Anonymous said...

Djöfulsins Danir.....

31/1/07 11:14  
Blogger Tryggvi said...

Ja gagnrynendur eru gridarlega øfundsjukir ut i tha miklu hæfileika sem tuskan byr yfir a svidi, og tha serstaklega hvernig hun beygir hnein listavel

31/1/07 12:02  

Post a Comment

<< Home