Sunday, January 14, 2007

Árið 2007 hafið

Jæja þá er nú komin tíma á að skrifa nokkrar línur, ég þurfti alveg viku til að koma mér að þessu eftir að ég kom aftur til Köben. Það er ekki eins og það hafi verið brjálað að gera seinustu vikuna eða neitt svoleiðis ég bara þurfti að komast í smá skrifistuð.
Ég vona auðvitað að allir hafi átt góð og gleðileg jól og hress og skemmtileg áramót. Við skelltum okkur til íslands yfir jólin, ætlunin var að lenda þar að kvöldi 22 des en vegna vonskuveðurs þurftum við að bíða í ellefu tíma á kastrup flugvelli og lenntum ekki á íslandi fyrr en tæplega átta á þorláksmessu morgun mjög þreytt og migluð.
Stefnir og Gígja sem fóru til ítalíu yfir jólin voru svo góð að lána okkur íbúðina sína og bílinn sinn sem var alveg frábært. Við höfðum það annars mjög gott yfir jólin, hittum vini og ættingja fórum í fjölmörg boð og bættum á okkur nokkrum kílóum. Ég fór í hið árlega og skemmtilega vinkonu pakkaboð og var það hin frábærasta skemmtun, og daginn eftir bauð Sonja okkur í bláa lónið og nuddaði úr okkur þynnkuna :) Ekkert smá næs, takk kærlega Sonja.
Um áramótin fórum við í tvö partý bæði hjá félögum tryggva úr verkfræðinni en ég var bara á bíl það kvöldið til að geta komið okkur heim í grafarholtið, var nokkuð sátt við að sleppa við allt leigubílavesenið.
Við komum svo heim til Köben í byrjun þessarar viku, eða ég á sunnudaginn og Tryggvi á mánudaginn. Hérna er skólinn svona eitthvað að byrja og svo erum við bæði eitthvað að vinna aukalega (maður verður nú að borga jólagjafirnar einhvernveginn) svo þarf auðvitað aðeins að huga að þessum aukakílóum sem maður safnaði yfir jólin en annars eru það bara rólegheit.
Veðrið hér er nú ekki búið að vera hið skemmtilegasta, það er bara rignig og rok daginn út og inn, ekkert sérlega spennó en það er þó bót úr máli að það er ágætlega heitt (5-10°C).
Um þessa helgi erum við svo aðallega búin að borða góðan mat, á föstudaginn komu Guðlaug og Svenni í mat til okkar og elduðum við (eða Tryggvi) Andabringur sem voru rosalega góðar og í gær fórum við til Ragga og Gunna bræðra í mat en Gunni var hér yfir helgina á leið frá indónesíu, þar fengum við mjög gott nautakjöt. Við kíktum svo aðeins á kaffihús á Istedgade en þar sem ég var að vinna í dag og Tryggvi að fara að gera verkefni þá fórum við nú bara í fyrri kanntinum heim.

Jæja ætli ég láti þetta ekki duga af skrifum í bili.
Þórhildur

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk kærlega fyrir okkur!! Andabringurnar voru algjört nammi og ekki var franska súkkulaðikakan verri ;) Þvílíkur lúxus!
Ég þarf að fá uppskriftina að sósunni, hún var algjör snilld, en uppskriftina að kökunni man ég.

14/1/07 21:03  
Blogger Tóta said...

Hó hó og takk fyrir síðast á Kastrup;) Vona að ferðin út hafi verið sársaukaminni - allavega ekki jafn-tímafrek:D

15/1/07 00:26  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ elskan mín. Verð að fá að sjá myndirnar sem þú tókst af okkur á Celtic....;)

Knús og kram úr sveitinni.

15/1/07 15:22  
Blogger Þórhildur said...

já myndirnar eru ansi skondnar ;) ég reyni kannski að koma þeim á netið fyrr en síðar ;)

15/1/07 16:25  
Anonymous Anonymous said...

JÁ, langar líka að sjá myndirnar :) Annars gaman að heyra í þér, vona að þú komist í bloggstuð oftar en ekki á nýju ári :)
Kram.

16/1/07 21:31  

Post a Comment

<< Home