Wednesday, April 25, 2007

Síðan seinast

Síðan siðast hefur verið nóg að gera. Uhhmm það er bara spurning hvort ég muni hvað...

Páskarnir voru fullir af mat og gestum og sumir voru bara fullir!! Gígja og Stefnir komu og gistu hjá okkur Sella og Gummi komu og gistu hjá Sollu og Niels. Hilli kom og fékk lánað íbúð bróður síns....

Á skírdag hittumst við öll og skemmtum okkur vel ,það fréttu Kári og Rabbi og ákváðu að taka næstu vél til Köben svo þeir voru mættir á föstudaginn langa. Barirnir, veitingastaðirnir, skemmtistaðirnir og búðirnar í kaupmannahöfn voru skoðuð meðan þau dvöldust hér. Skemmtunin endaði svo á sunnudeginum með páskafrokost heima hjá okkur Tryggva. Tryggvi sá um innkaupinn og það var greinilegt að hann hélt að allir borðuðu jafn mikið og hann eða meira. Allavega var nóg af mat svo við þurftum ekki að elda fyrr en helgina eftir. En það var svo sem ekki svo slæmt því í vikunni eftir páska var nóg að gera hjá okkur báðum í skólanum. Ég var að undirbúa lokin á fyrsta hluta lokaverkefninsins og svo þurfti líka að vinna í lokaudnirbúningnum af finnlandsverkefninu. Helgarvinna minnkaði ekki álagið en þessum verkefnum var að mestu lokið á þriðjudaginn í seinustu viku.

Á miðvikudaginn var förinni heitið til Helsinki þar sem lokahendur voru lagðar á finnlandsverkefnið og á föstudaginn var Final Gala þar sem við vorum með stand þar sem við kynntum verkefnið og svo var einnig formleg kynnig fyrir framan fullan sal af fólki. Það gekk allt saman mjög vel og við fengum 5 fyrir verkefnið sem er hæsta einkunn í Finnlandi. Það fannst okkur ekki slæmt. Á föstudagskvöldið ollum þátttakendum í námskeiðinu boðið í veislu og það var mjög skemmtilegt. En þar ég var orðin frekar þreytt eftir erfiðar tvær vikur og gat ekki gleymt þreytunni með að hella í mig áfengi þá fór ég frekar snemma heim. En það var líka fínt þar sem ég gisti hjá Gunnhildi frænku og hafði þá smá tíma til að tala við hana.

Ég kom svo heim á laugardaginn notaði restina af helginni til að slappa af. Á mánudaginn hófst svo aftur vinna við lokaverkefnið og núna er það það eina sem ég á eftir. Það er ágætt að geta einbeitt sér fullkomlega af því.

Af lilta bumbubúanum er það að frétta að við fórum í sónar í dag og allt leit vel út. Hendur, fætur, hjarta, magi og fleira á réttum stað. Sem er það sem skiptir mestu máli. Það voru tekin allskonar mál af barninu og út frá því var reiknað að ég eigi að fæða 21 sept. Þá kemur í ljós hvort þetta verður strákur eða stelpa, við hefðum hugsanlega geta fengið að vita kynið í dag en gerðum það ekki. Ég er líka byrjuð að finna fyrir spörkum, það er ótrúlega fyndið og skrýtið.

Hérna er ein mynd úr sónarnum og fyrir þá sem eiga erfitt með að sjá eitthvað út úr henni þá sér maður barnið frá hlið og höfuðið er til vinstri og hnefi yfir andlitinu svo kemur búkur og "holurnar eru hjarta, magi og ég held pissublaðra" svo sjást fæturnar að hnjám :)

Jæja læt þetta duga af fréttum í bili

11 Comments:

Blogger Ásdís said...

Til hamingju með verkefnið! barnið er nú bara ansi krúttað;)Takk fyrir súkkulaðikökuna:D

26/4/07 16:30  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir að hringja í mig áðan. Ég var svo óðamála yfir íbúðinni minni að ég gleymdi að segja þér að ég væri að skoða bloggið á meðan við töluðum saman.

Sónarmyndin er flott og lætur greinilega fara vel um sig í lauginni.

Lilja

26/4/07 22:54  
Anonymous Anonymous said...

Mikið er ég ánægð með að allt sé í lagi. Þetta er nú bara ein skýrasta mynd sem ég hef séð í sónar;) Hlakka til að sjá bumbumyndirnar þegar hún stíngst út....heheheh

27/4/07 00:20  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra að allt gangi vel - það er greinilegt út frá þessari sónarmynd að þetta er myndarbarn :)

27/4/07 02:36  
Anonymous Anonymous said...

Sælar turtildúfurnar mínar, það hefði verið gaman að hitta ykkur með Begga en það verður bara næst :)

Gott að heyra að það gengur vel með bumbubúann þetta er svo ótrúlega gaman og verður bara skemmtilegra.

Bestu kveðjur og gangi ykkur rosa vel. Herborg og Ragnheiður Milla

27/4/07 19:07  
Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra að allt gangi vel :) þá er bara að bíða í 5 mánuði eftir alvöru ljósmynd af litla krílinu :-) hlakka til!

Bestu kveðjur
Jóhanna

27/4/07 20:18  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með verkefnið!!! M´er veitti sko alveg af myndatextanum med sonarmyndinni (sa reyndar hofuð og fætur en .... ) kv. sif

28/4/07 21:28  
Anonymous Anonymous said...

nei vá :) frábærar fréttir. Til hamingju með krílið !! :)

29/4/07 11:41  
Anonymous Anonymous said...

nei vá :) frábærar fréttir. Til hamingju með krílið !! :)

29/4/07 11:41  
Blogger AuðurA said...

Hamingjuóskir með bumbukrílið. Gangi ykkur allt í haginn ;-)

29/4/07 17:29  
Blogger Þórhildur said...

Takk fyrir kveðjurnar :)

30/4/07 11:31  

Post a Comment

<< Home