Monday, April 30, 2007

Helgin og bumba

Jæja bara annað blogg á nokkrum dögum.
Góða veðrið hér heldur áfram, veðrið um helgina var mjög gott og til að halda upp á það lærði ég nánast ekki neitt heldur gerði ýmislegt annað.
Á föstudagskvöldið fórum við í Kokteilapartý hjá Sollu og Niels, þau hitta alltaf fólk fyrir árshátíðina hjá DTU og eru með kokteilapartý. Tryggvi fékk þónokkra kokteila og ég drakk bara sódavatn, en það litur margir skrautlegir kokteilar dagsins ljós. Svo fór fólkið á árshátíð en þar sem það var uppselt og við áttum ekki miða fórum við bara heim á leið. Stoppuðum aðeins í bænum og kíktum með Gunna B í einn bjór áður en við fórum heim.
Ég fór svo í klippingu hja Ingu Rós á laugardagsmorguninn og fékk sumarklippingu, var mjög fínt því toppurinn minn var orðinn allt of síður. Hitti Tryggva svo úti í búð og við keyptum inn fyrir vikuna. Þegar við komum heim og tókum póstinn úr póstkassanum hafði Tryggvi fengið bréf frá vinnunni sinni um að hann fengi 7000 DKkr í orlof utborgað. Hann gat nú ekki átt svona marga peninga og við urðum því að fara í bæinn og versla.
Tryggvi verslaði sér buxur, skó og skyrtur og meira að segja nýja skó handa mér :) Ótrúlega flotta og þægilega Camper skó (sjá mynd). Þegar við vorum að labba á Strikinu labbaði ég nánast í fangið á Lindu Sif sem var hér í helgarferð. Ótrúlgea fyndið að við skildum bara rekast svona á hvor aðra.
Þegar heim úr bæjarferðinni kom tók við smá tiltekt sem var alveg nauðsynleg enda ekki búið að taka til hér á bæ í jaa ansi langan tíma. Um kvöldið kíktum við svo aftur niður í bæ og byrjuðum á því að hitta Frosta sem var hér í Golfferð með Hauki bróður sínum. Ég sat aðeins með þeim strákum á Hvids vinstue og svo fór ég og hitti Lindu Sif aðeins áður en ég tók seinustu lest heim.
Þar sem ég lærði ekki neitt á laugardaginn var planið að vera rosalega dugleg á sunnudaginn en þegar ég vaknaði var ég bara alls ekki í stuði til að eyða þessum góðviðrisdegi í lestur. Ég reyndi að gera eitthvað þangað til Tryggvi vaknaði en svo fórum við í hjólatúr. Hjóluðum niður að langelinje, löbbuðum þar um, sáum litlu hafmeyjuna, stórt skemmtiferðarskip og fórum í gegnum kastellet. Á leiðinn heim kíktum við svo á kaffi hús og fengum okkur smá hressingu. Notalegur og rólegur dagur, svo þegar heim kom reyndi ég aðeins að kíkja í bækurnar.
Það er farið að rukka mig um bumbumyndir svo ég tók nokkrar núna í kvöld, hérna er ein, ég er allavega komin með smá bumbu og byrjuð að nota óléttufötin sem Lilja lánaði mér. Takk kærlega fyrir lánið Lilja :)

Jæja ætli ég láti þetta ekki nægja í bili og fari að kíja í háttinn.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ótrúlega sæt bumba....hehehe

1/5/07 15:40  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er flott kúla :)

1/5/07 18:35  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað litla krílið er duglegt að stækka.

Lilja

2/5/07 14:56  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ!
Ákvað að kvitta fyrir mig úr því ég er að skoða síðuna. Ég fann hana í gegnum Hjartmann síðuna.
Ég fæ nú reglulegar fréttir af ykkur og bumbubúanum í gegnum Þórdísi en það er gaman að fá að sjá mynd af bumbunni!

Kveðja,
Lydía Ósk (fyrrverandi nágranni) og bumban!

4/5/07 19:19  
Anonymous Anonymous said...

Minns biður að heilsa þinns... :)

9/5/07 15:05  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju med bumbubuann!! Sella ekki ad standa sig i ad bera frettir afram...var bara ad fretta nuna, ordin ekkert sma kruttleg bumba :) Smelli a ykkur einum tegar vid komum til DK, breyttist reyndar sma dagssetningin..komum 4. juni. Heyri i ykkur tegar naer dregur og tekka hvort tad se haegt ad snikja gistingu aftur :D
Kv. Erna og Stebbi

10/5/07 13:39  
Anonymous Anonymous said...

Hallo sæta,
Rosa krúttleg bumban þín! Þetta er svooo ótrúlega gaman:) VIð Daði erum alveg að springa úr spenningi, bara 9 dagar í settan dag hjá okkar kríli. Ótrúlegt að það sé bara að koma að þessu.
Biðjum rosa vel að heilsa ykkur og knús til litla bumbubúans frá okkur.

Knúsiknús, Gróa og bumbus :x

11/5/07 23:27  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ

Rakst á síðuna þína gegnum síðuna hjá stelpunum.

Til hamingju með bumbubúann (Þarf að taka Sonju inná teppið hvað varðar fréttir :) )

Bestu kveðjur
Sigga Stína

12/5/07 00:45  

Post a Comment

<< Home